Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. ágúst 2021 08:47
Elvar Geir Magnússon
Leon Bailey skrifaði undir hjá Aston Villa (Staðfest)
Leon Bailey í leik með Leverkusen.
Leon Bailey í leik með Leverkusen.
Mynd: EPA
Leon Bailey, 23 ára landsliðsmaður Jamaíka, hefur skrifað undir samning við Aston Villa en hann kemur frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Hann skoraði 28 mörk í 119 leikjum í þýsku Bundesligunni.

„Leon er afskaplega spennandi ungur sóknarleikmaður sem býr yfir miklum hraða og sköpunarmætti," segir Dean Smith, stjóri Villa.

„Það verður spennandi að sjá hann sýna hæfni sína og hæfileika með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni."

Bailey segist sjálfur vera mættur til að skemmta og gleðja stuðningsmenn en hann er þriðji leikmaðurinn sem Villa fær í sumar. Áður hafði félagið fengið Emil Buendía frá Norwich og Ashley Young frá Inter.


Athugasemdir
banner
banner
banner