Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 04. ágúst 2021 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Valur vann Reykjavíkurslaginn - Glæstur sigur HK á FH
Valur vann KR í kvöld
Valur vann KR í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron var frábær með Stjörnunni í kvöld
Eggert Aron var frábær með Stjörnunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir 1-0 sigur á KR í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. HK vann þá FH 4-2 í Kaplakrika á meðan Stjarnan var ekki í vandræðum með ÍA en þar lauk leiknum 3-0 fyrir Garðbæinga.

Fyrir leik Vals og KR staðan þannig að KR-ingar voru í 5. sæti en sigur í kvöld hefði hrist upp í toppbaráttunni. Það var því mikið undir og spilaðist fyrri hálfleikurinn svolítið þannig.

Það var hörð barátta en lítið um góð færi. Kjartan Henry fékk færi á 14. mínútu þar sem hann valdi að skjóta í stað þess að senda á Atla Sigurjónsson sem var aleinn í teignum. Skotið fór framhjá markinu.

Guðmundur Andri Tryggvason átti fínasta skot undir lok fyrri hálfleiks sem Beitir Ólafsson varði áður en flautað var til hálfleiks.

Kristján Flóki fékk besta færi KR-ingar á 62. mínútu. Hann og Kjartan voru komnir í gegn og þurftu að klára framhjá Hannesi en í stað þess að leggja boltann út á Kjartan þá ákvað Kristján að skjóta. Hannes varði þó meistaralega í horn og Kjartan ósáttur við ákvarðanatöku liðsfélaga síns.

Birkir Heimisson átti skot í stöng fimm mínútum síðar. Valsarar komu þó boltanum í netið á endanum. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Val á 74. mínútu eftir undirbúning frá Guðmundi Andra og Kristni Frey Sigurðssyni.

Hannes Þór átti tvær frábærar markvörslur á 83. mínútu, fyrst frá Stefáni Árna Geirssyni og síðan aftur frá Kjartani Henry.

Óvænt tap hjá FH og stórsigur Stjörnunnar

FH-ingar höfðu unnið tvo leiki fram að leiknum gegn HK. Kópavogsliðið hefur verið í erfiðleikum á þessu tímabili og meðal annars tapað síðustu tveimur en náðu í góðan 4-2 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld.

Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir. Jónatan Ingi Jónsson slapp í gegn og kláraði færi eftir sendingu frá Baldri Loga Guðlaugssyni. Birnir Snær Ingason var fljótur að svara fyrir HK með jöfnunarmarki fjórum mínútum síðar. Geggjuð byrjun á leiknum.

Mark var dæmt af HK á 13. mínútu er Stefan Ljubicic var dæmdur rangstæður en það kom ekki að sök því Arnþór Ari Atlason kom HK yfir fjórum mínútum síðar. Laglegt skot úr markteignum og staðan 2-1.

Baldur Logi jafnaði fyrir FH eftir hálftímaleik. Steven Lennon átti stoðsendinguna eftir hraða sókn. Birnir Snær kom HK svo yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir frábæra utanfótarsendingu frá Arnþóri Ara.

Atli Arnarson bætti við fjórða markinu á 54. mínútu eftir fyrirgjöf frá Birki Val Jónssyni. HK-ingar sigldu þessum sigri og mikilvæg þrjú stig í Kópavoginn.

Á sama vann Stjarnan 4-0 sigur á ÍA á Samsung-vellinum, nokkuð sannfærandi sigur. Hinn ungi og efnilegi Eggert Aron Guðmundsson skoraði fyrir Stjörnuna strax á 5. mínútu en það var Þorsteinn Már Ragnarsson sem átti stoðsendinguna.

Hilmar Árni Halldórsson tvöfaldaði forystuna á 24. mínútu eftir glæsilega spilamennsku. Daníel Laxdal átti langan bolta á Emil Atlason, sem fann Þorstein Má og hann lagði knöttinn svo fyrir Hilmar Árna sem skoraði.

Magnus Anbo gerði þriðja markið áður en hálfleikurinn var úti eftir sendingu frá Eggerti. Anbo skoraði þá fjórða og síðasta mark leiksins undir lok leiksins þegar hann lék á hvern manninn á fætur öðrum og skoraði.

Lokatölur 4-0 fyrir Stjörnuna. Liðið er í 8. sæti með 16 stig en ÍA í neðsta sæti með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Stjarnan 4 - 0 ÍA
1-0 Eggert Aron Guðmundsson ('5 )
2-0 Hilmar Árni Halldórsson ('24 )
3-0 Magnus Anbo Clausen ('41 )
4-0 Magnus Anbo Clausen ('93 )
Lestu um leikinn

Valur 1 - 0 KR
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('74 )
Lestu um leikinn

FH 2 - 4 HK
1-0 Jónatan Ingi Jónsson ('1 )
1-1 Birnir Snær Ingason ('5 )
1-2 Arnþór Ari Atlason ('17 )
2-2 Baldur Logi Guðlaugsson ('30 )
2-3 Birnir Snær Ingason ('45 )
2-4 Atli Arnarson ('54 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner