Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Udinese flengdi Roma - Mikael fékk korter í jafntefli
Leikmenn Udinese voru frábærir í kvöld
Leikmenn Udinese voru frábærir í kvöld
Mynd: EPA
Paulo Dybala var eiginlega orðlaus yfir þessu öllu saman
Paulo Dybala var eiginlega orðlaus yfir þessu öllu saman
Mynd: EPA
Roma fékk heldur betur fyrir ferðina er liðið heimsótti Udinese í Seríu A í dag en lærisveinar Jose Mourinho töpuðu með fjórum mörkum gegn engu.

Einstaklingsmistök kostuðu Rómverja öll stigin í kvöld en fyrst var það Hollendingurinn Rick Karsdorp sem gerði slæm mistök eftir fyrirgjöf Roberto Pereyra. Hann ætlaði að taka boltann á bringuna og leggja hann fyrir Rui Patricio í markinu en vissi ekki af Destiny Udogie fyrir aftan sig sem mætti og potaði boltanum í netið.

Þegar nokkrar mínútur voru liðnar af þeim síðari átti Lazar Samardzic skot af löngu færi á markið sem Rui Patrico, markvörður Roma, misreiknaði eitthvað og missti boltann inn í markið.

Udinese gerði vel varnarlega og beitti skyndisóknum sem heppnuðust vel. Roberto Pereyra skoraði gott mark áður en Sandi Lovric gerði fjórða markið eftir vel útfærða skyndisókn.

Mikill skellur hjá lærisveinum Mourinho sem eru með 10 stig, jafnmörg og Udinese eftir fimm leiki.

Mikael Egill Ellertsson kom inná sem varamaður á 75. mínútu er Spezia gerði 2-2 jafntefli við Bologna. Þá vann Hellas Verona 2-1 sigur á Sampdoria á meðan nýliðar Cremonese gerðu markalaust jafntefli við Sassuolo.

Úrslit og markaskorarar:

Cremonese 0 - 0 Sassuolo

Spezia 2 - 2 Bologna
0-1 Marko Arnautovic ('6 )
1-1 Simone Bastoni ('45 )
1-2 Jerdy Schouten ('54 , sjálfsmark)
1-3 Marko Arnautovic ('64 )

Verona 2 - 1 Sampdoria
0-1 Francesco Caputo ('40 )
0-2 Emil Audero ('44 , sjálfsmark)
1-2 Josh Doig ('45 )

Udinese 4 - 0 Roma
1-0 Iyenoma Udogie ('5 )
2-0 Lazar Samardzic ('56 )
3-0 Roberto Pereyra ('75 )
4-0 Sandi Lovric ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner