Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekkert illt á milli Ramsdale og Raya - „Fór í taugarnar á mér"
Mynd: EPA

Aaron Ramsdale gekk til liðs við Southampton í sumar frá Arsenal eftir að hafa misst sætið sitt í byrjunarliðinu til David Raya.


Ramsdale hjálpaði Arsenal að verða keppinautur í baráttunni um Englandsmeistarartitilinn en David Raya eignaði sér stöðuna á síðustu leiktíð. Ramsdale segir að fjölmiðlar hafi gert allt of mikið veður úr því.

„Það fór mikið í taugarnar á mér þegar ég kom heim eftir leiki og konan mín sagði að ég hafi verið sýndur fimm sinnum í sjónvarpinu," sagði Ramsdale.

„Af hverju fer myndavélin á mig á bekknum þegar einhver ver eða fær á sig mark. Það var gert meira úr þessu en raun bar vitni. Þetta setti líka pressu á David um tíma."

„Ég reyndi mitt besta að slá hann út og ég er á því að hann sé að uppskera eftir því núna. Hann hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel. Hann var sá fyrsti til að senda mér skilaboð þegar ég kom hingað," sagði Ramsdale að lokum.

Ramsdale snýr aftur á Emirates um helgina en Arsenal fær Southampton í heimsókn á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner