Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fös 04. október 2024 09:42
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe verður á Villa Park - Ráðast örlög Ten Hag?
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar segja að Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, verði á útileiknum gegn Aston Villa á sunnudaginn. Pressan á Erik ten Hag heldur áfram að aukast.

United hefur farið illa af stað á tímabilinu og var á barmi þess að tapa í Evrópudeildinni gegn Porto í gær en skoraði jöfnunarmark í blálokin.

Ratcliffe sér um fótboltamálin hjá félaginu og telja margir sparkspekingar að slæm úrslit á sunnudag geti verið síðasti naglinn í kistu Ten Hag. Aston Villa hefur leikið virkilega vel og vann Bayern München í Meistaradeildinni í vikunni.

Ruud van Nistelrooy, Gareth Southgate, Thomas Tuchel, Graham Potter, Kieran McKenna, Thomas Frank og Massimiliano Allegri eru efstir hjá veðbönkum yfir næsta stjóra Manchester United ef Ten Hag verður látinn taka pokann sinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner