Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einn besti leikmaður HK undanfarin ár" framlengir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason, níundi leikjahæsti leikmaður í sögu HK, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2027. Hans næsta tímabil verður það áttunda í HK.

Arnþór Ari, sem tók við fyrirliðabandinu fyrir síðasta tímabil, er 32 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Þrótti og hefur einnig leikið með Breiðabliki á sínum ferli. Hann á að baki 444 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 74 mörk.

Hann kom við sögu í átjan leikjum í sumar en meisli komu í veg fyrir að þeir yrðu fleiri.

Tilkynning HK
Það gleður okkur að tilkynna að Arnþór Ari Atlason fyrirliði meistaraflokks HK hefur framlengt við félagið út tímabilið 2027.

Arnþór Ari er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og er að hefja sitt 8.tímabil hjá HK. Hann er sönn fyrirmynd fyrir yngri leikmenn HK og er mikill félagsmaður.

„Það er mikil ánægja með að Arnþór Ari framlengi samningi sínum við félagið. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár og hans reynsla skiptir félagið miklu máli. Það er ekkert launungarmál að HK stefnir upp í Bestu deildina í sumar og er Arnþór Ari gríðarlega mikilvægur hlekkur í þeim markmiðum," segir Sigurjón Hallgrímsson, formaður knattspyrnudeildar.

Við hlökkum til næstu missera með Arnþór Ara áfram innanborðs!

Athugasemdir
banner
banner