Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 05. janúar 2021 12:15
Elvar Geir Magnússon
Ísak Bergmann til Red Bull Salzburg?
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn afar efnilegi Ísak Bergmann Jóhannesson hefur vakið feikilega mikla athygli og umtal.

Þessi 17 ára leikmaður lék mjög vel með Norrköping í Svíþjóð á síðasta ári og verið sögusagnir um að hann gæti tekið næsta skref á ferlinum núna í janúarglugganum.

„Hann er að fara til Salzburg miðað við það sem ég heyri. Það er langlíklegasti staðurinn," segir Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Red Bull Salzburg er austurrískur meistari og hluti af orkudrykkjasamsteypunni frægu í fótboltaheiminum.

Félagið er þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri á að blómstra en norski sóknarmaðurinn Erling Haaland lék með liðinu áður en hann var keyptur til Borussia Dortmund.

Þá yfirgaf ungverska stjarnan Dominik Szoboszlai liðið nú um áramótin og gekk í raðir systurfélagsins RB Leipzig í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner