Hinn afar efnilegi Ísak Bergmann Jóhannesson hefur vakið feikilega mikla athygli og umtal.
Þessi 17 ára leikmaður lék mjög vel með Norrköping í Svíþjóð á síðasta ári og verið sögusagnir um að hann gæti tekið næsta skref á ferlinum núna í janúarglugganum.
Þessi 17 ára leikmaður lék mjög vel með Norrköping í Svíþjóð á síðasta ári og verið sögusagnir um að hann gæti tekið næsta skref á ferlinum núna í janúarglugganum.
„Hann er að fara til Salzburg miðað við það sem ég heyri. Það er langlíklegasti staðurinn," segir Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.
Red Bull Salzburg er austurrískur meistari og hluti af orkudrykkjasamsteypunni frægu í fótboltaheiminum.
Félagið er þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri á að blómstra en norski sóknarmaðurinn Erling Haaland lék með liðinu áður en hann var keyptur til Borussia Dortmund.
Þá yfirgaf ungverska stjarnan Dominik Szoboszlai liðið nú um áramótin og gekk í raðir systurfélagsins RB Leipzig í Þýskalandi.
Ísak Bergmann á leið til Red Bull Salzburg. Ronaldo braut enn eitt glerþakið um helgina þegar hann gerði sitt 758 deildamark og Conte með 8 sigra í röð.https://t.co/zha9G9DlHG
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 5, 2021
Athugasemdir