Samkvæmt heimildarmönnum Football Insider hafa málin hjá Everton þróast í þá átt að búist sé við því að Frank Lampard verði rekinn áður en liðið mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Lampard stýrir Everton í bikarleik gegn Manchester United annað kvöld en það stefnir í að verði hans síðasti leikur í starfi.
Lampard stýrir Everton í bikarleik gegn Manchester United annað kvöld en það stefnir í að verði hans síðasti leikur í starfi.
Lampard er á barmi þess að vera rekinn eftir átta töp í ellefu leikjum en liðið steinlá fyrir Brighton í vikunni 1-4 og er komið niður í fallsæti.
Farhad Moshiri, eigandi félagsins, mun væntanlega gefa grænt ljós á stjóraskipti og nýr maður gæti verið mættur með stjórnartaumana í næsta deildarleik sem verður gegn Southampton annan laugardag.
Lampard hefur verið í starfi hjá Everton í eitt ár en honum tókst að forða liðinu frá falli á síðasta tímabili.
„Mitt starf er að einbeita mér dag frá degi, leik frá leik. Ég vil bæta hlutina á hverjum degi. Þetta verður erfitt ferðalag og ég er ekki kjáni, ég veit að við þurfum á úrslitum að halda," sagði Lampard á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir