Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin í dag - Úrvalsdeildarstjörnur stíga á svið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mohamed Salah og félagar í landsliði Egyptalands spila við Benín í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag.

Þar er búist við sigri Egypta sem fengu sjö stig í riðlakeppninni, á meðan Benín skoraði aðeins eitt mark og fékk þrjú stig.

Síðar í dag spilar ógnarsterkt landslið Nígeríu við Mósambík. Það er mikið af stjörnum úr fimm bestu deildum Evrópu í nígeríska landsliðshópnum og er búist við að liðið komist mjög langt. Nígería endaði í öðru sæti í Afríkukeppninni 2023 eftir tap gegn Fílabeinsströndinni í úrslitaleiknum.

Alex Iwobi, Samuel Chukwueze, Calvin Bassey og Frank Onyeka eru úrvalsdeildarleikmennirnir í hópi Nígeríu en þar má einnig finna Victor Osimhen framherja Galatasaray auk fyrrum úrvalsdeildarleikmannanna Simon Moses, Wilfred Ndidi og Ademola Lookman til að nefna nokkra.

Mósambík komst upp úr F-riðli með þrjú stig þökk sé sigri gegn Gabon sem varð til þess að ríkisstjórnin í landinu lagði niður landsliðið.

Leikir dagsins
16:00 Egyptaland - Benín
19:00 Nígería - Mósambík
Athugasemdir
banner
banner
banner