Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
KA hefur mikinn áhuga á Jeppe Pedersen
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Heimildir Fótbolta.net herma að KA hefur mikinn áhuga á danska miðjumanninum Jeppe Pedersen, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrra.

Jeppe er 24 ára gamall og er framtíðin hans óljós. Eftir að hafa orðið bikarmeistari með Vestra féll hann einnig úr Bestu deildinni með liðinu.

Hann hefur verið orðaður við Þór, nágrannalið KA, og Val á síðustu vikum en gæti einnig kosið að vera áfram á Ísafirði.

Jeppe er yngri bróðir Patrick Pedersen, framherja Vals sem er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.

KA hefur misst Marcel Römer og Bjarna Aðalsteinsson af miðsvæðinu og er Rodri með lausan samning. Akureyringar eru því í leit að nýjum miðjumönnum.
Athugasemdir
banner
banner