Samuel Luckhurst, blaðamaður TheSun fjallar um, í kjölfarið á brottrekstri Ruben Amorim frá Manchester United, að ummæli hans um Patrick Dorgu, Harry Amass og Chido Obi hafi fallið afskaplega illa í kramið hjá ráðamönnum félagsins.
Ráðamenn voru líka mjög ósáttir við frammistöðu liðsins gegn Wolves á heimavelli í þarsíðustu umferð. Amorim var rekinn í morgun og Darren Fletcher mun stýra United til bráðabirgða. Amorim var rekinn 17 klukkutímum eftir að hafa gagnrýnt ráðamenn United á fréttamannafundi eftir leikinn gegn Leeds. Þar sagðist hann hafa komið til félagsins til að stýra félaginu, ekki til að vera þjálfari liðsins.
Ráðamenn voru líka mjög ósáttir við frammistöðu liðsins gegn Wolves á heimavelli í þarsíðustu umferð. Amorim var rekinn í morgun og Darren Fletcher mun stýra United til bráðabirgða. Amorim var rekinn 17 klukkutímum eftir að hafa gagnrýnt ráðamenn United á fréttamannafundi eftir leikinn gegn Leeds. Þar sagðist hann hafa komið til félagsins til að stýra félaginu, ekki til að vera þjálfari liðsins.
Í viðtalinu fyrir leikinn gegn Bournemouth í síðasta mánuði ræddi Amorim um Kobbie Mainoo, sagði að hann væri ekki að standa sig nægilega vel, hefði fengið mikið af tækifærum án þess að nýta þau. Hann benti þar á stöðu mála hjá Amass og Obi.
Amorim sagði að Harry Amass væri í erfiðleikum á láni hjá Sheffield Wednesday og sagði að Obi væri ekki reglulega í byrjunarliðinu hjá U21 liðinu. Þeir eru báðir 18 ára og komu við sögu undir stjórn Amorim á síðasta tímabili. Í kjölfarið gagnrýndi Amorim kúltúrinn í akademíu félagsins, sagði að leikmenn teldu sig eiga rétt á tækifærum með aðalliðinu.
Amorim sagði í nóvember, eftir tap gegn Everton, að það væri sjáanlegur kvíði þegar Dorgu fengi boltann og talaði um að félagið þyrfti að fá réttfættan Amad Diallo í leikmannahópinn. Amorim kallaði eftir því að Dorgu yrði yfirvegaðri og spilaði meira eins og hann gerir með danska landsliðinu. United keypti Dorgu frá Lecce fyrir um ári síðan.
Amorim's criticism of Patrick Dorgu, Harry Amass and Chido Obi went down particularly badly with #mufc hierarchy, who were also unhappy with performance vs Wolveshttps://t.co/q6UCjn0MpR
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 5, 2026
Athugasemdir




