Varnarmaðurinn Luke Shaw hefur ekki byrjað leik fyrir Manchester United í tæpt ár vegna vöðvameiðsla. Hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum undir stjórn Rúben Amorim.
Hann var mættur aftur til æfinga en varð fyrir enn einu bakslaginu í vikunni. Það er þó vonast til þess að hann geti snúið aftur í byrjun næstu viku.
Hann var mættur aftur til æfinga en varð fyrir enn einu bakslaginu í vikunni. Það er þó vonast til þess að hann geti snúið aftur í byrjun næstu viku.
Manchester United hefur saknað Shaw sem getur bæði spilað sem vinstri vængbakvörður og einnig sem einn af miðvörðunum í kerfi Rúben Amorim.
Á mánudaginn var það staðfest að Lisandro Martínez spilar ekki meira á tímabilinu og það myndi hjálpa United mikið að fá Shaw kláran í slaginn.
Athugasemdir