Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 05. mars 2023 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þrumufleygur Mancini skaut Roma upp í fjórða sæti
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma eru komnir í 4. sæti ítölsku deildarinnar eftir 1-0 sigur á Juventus í Róm í kvöld.

Bæði lið sköpuðu sér góð færi í leiknum. Paulo Dybala átti fínasta skot fyrir utan teig á 26. mínútu sem Wojciech Szczesny varði.

Sigurmarkið kom á 53. mínútu og var það af dýrustu gerð. Gianluca Mancini fékk boltann hægra megin við teiginn og þrumaði honum upp við stöng og inn. Stórglæsilegt mark.

Juan Cuadrado komst nálægt því að jafna en aukaspyrna hans hafnaði í stöng. Chris Smalling var nálægt því að bæta við öðru er hann skallaði boltann í átt að marki en Szczesny bjargaði á síðustu stundu.

Jose Mourinho, þjálfari Roma, var furðulega rólegur á bekknum í kvöld, enda búinn að koma sér heldur oft í klandur á tímabilinu.

Undir lok leiksins fékk Moise Kean að líta rauða spjaldið aðeins 40 sekúndum eftir að hafa komið inná eftir að hafa sparkað í Mancini sem lét sig detta með þvílíkum tilþrifum.

Lokatölur 1-0 og Roma nú í 4. sæti með 47 stig, tólf stigum á undan Juventus sem er´i áttunda sæti.

Inter vann Lecce, 2-0. Henrikh Mkhitaryan og Lautaro Martínez skoruðu mörk heimamanna. Þórir Jóhann Helgason kom inná hjá Lecce þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Inter er í öðru sæti með 50 stig en Lecce í 15. sæti með 27 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Inter 2 - 0 Lecce
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('29 )
2-0 Lautaro Martinez ('53 )

Roma 1 - 0 Juventus
1-0 Gianluca Mancini ('53 )
Rautt spjald: Moise Kean, Juventus ('90)

Sampdoria 0 - 0 Salernitana

Spezia 0 - 0 Verona
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner