Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. mars 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kormákur/Hvöt styrkir hópinn umtalsvert
Mynd: Kormákur/Hvöt
Mynd: Kormákur/Hvöt

Kormákur/Hvöt hefur heldur betur styrkt leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í 3. deildinni. Húnvetningar eru búnir að krækja í mikið af spennandi leikmönnum og verður áhugavert að fylgjast með þeim í sumar.


Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson, fæddur 1992, mun spila með félaginu áfram í sumar eftir að hafa verið lykilmaður í fyrra. Benni á 232 leiki að baki í íslenska deildakerfinu og kemur með gríðarlega mikla reynslu í leikmannhópinn.

Þá hafa Húnvetningar kynnt nokkra erlenda leikmenn til leiks, þar á meðal Papa Diounkou Tecagne sem var einn af allra bestu leikmönnum liðsins í fyrra. Papa er sókndjarfur bakvörður fæddur 2000 sem lék fyrir Fjarðabyggð í 2. deildinni sumarið 2021 og gerir samning út sumarið.

Varnarsinnaði miðjumaðurinn Lazar Cordasic er þá fluttur norður eftir að hafa leikið með Ægi sumarið 2021. Lazar er 35 ára gamall leikstjórnandi og var valinn í lið ársins í 3. deild fyrir tveimur árum.

Sóknarmaðurinn Ismael Sidibe er einnig genginn til liðs við félagið en hann lék á Íslandi sumarið 2021, þegar hann gerði 10 mörk í 13 leikjum með Einherja í 3. deildinni. Ismael er fæddur 1997. 

Að lokum er vinstri bakvörðurinn Mateo Climent kominn ásamt örvfætta miðverðinum Alberto Sanchez Montilla. Þetta eru spænskir varnarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenska boltanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner