Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   sun 05. mars 2023 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sergi Roberto búinn að skrifa undir nýjan samning
Sergi Roberto hefur verið hjá Barcelona síðan 2006, eða frá 14 ára aldri.
Sergi Roberto hefur verið hjá Barcelona síðan 2006, eða frá 14 ára aldri.
Mynd: EPA

Bakvörðurinn fjölhæfi Sergi Roberto er búinn að framlengja samning sinn við Barcelona út næstu leiktíð.


Xavi, þjálfari Barcelona, vildi ólmur halda Roberto innan raða félagsins enda afar duglegur leikmaður með mikið Barcelona-hjarta.

Roberto er 31 árs gamall og hefur verið hjá Barcelona allan ferilinn. Hann hefur spilað 339 leiki fyrir Barca og á auk þess ellefu landsleiki að baki fyrir Spán.

Roberto er hægri bakvörður að upplagi en getur leyst hinar ýmsu stöður af hólmi. Hann hefur komið við sögu í 23 leikjum á tímabilinu og skorað 3 mörk.

Samningur Roberto gildir út næstu leiktíð og inniheldur ákvæði um möguleika á frekari framlengingu til 2025.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 25 19 5 1 53 16 +37 62
2 Girona 25 17 5 3 54 32 +22 56
3 Barcelona 25 16 6 3 52 34 +18 54
4 Atletico Madrid 25 16 3 6 50 26 +24 51
5 Athletic 25 14 7 4 45 23 +22 49
6 Real Sociedad 26 10 10 6 35 26 +9 40
7 Betis 25 9 12 4 28 25 +3 39
8 Valencia 25 10 6 9 29 29 0 36
9 Las Palmas 25 10 5 10 25 25 0 35
10 Getafe 25 8 10 7 33 34 -1 34
11 Osasuna 25 9 5 11 29 36 -7 32
12 Villarreal 26 7 8 11 38 48 -10 29
13 Alaves 25 7 7 11 24 31 -7 28
14 Vallecano 25 5 10 10 22 33 -11 25
15 Sevilla 25 5 9 11 30 37 -7 24
16 Mallorca 25 4 11 10 22 33 -11 23
17 Celta 25 4 8 13 27 37 -10 20
18 Cadiz 25 2 11 12 15 35 -20 17
19 Granada CF 25 2 8 15 27 49 -22 14
20 Almeria 25 0 8 17 23 52 -29 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner