Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
banner
   fim 05. apríl 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Króatíu
Gunnhildur Yrsa: Hugsar ekki um neitt annað en fótbolta
Icelandair
Gunnhildur Yrsa á æfingu í gær.
Gunnhildur Yrsa á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið mætir Slóveníu í bænum Lendava á morgun klukkan 15 að íslenskum tíma. Ísland er í flottri stöðu í riðlinum í undankeppni HM og ætti að sækja öll stigin.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona ræddi við Fótbolta.net á æfingasvæðinu ytra.

„Það er gott að þetta sé í okkar höndum. Það er pressa en það er jákvæð pressa. Við förum inn í næsta leik með það í huga að ætla að sækja þrjú stig," segir Gunnhildur.

Í janúar yfirgaf hún norska boltann og fór í nýtt lið í bandarísku atvinnumannadeildinni, Utah Royals. Við spurðum hana hvernig væri hjá nýja félaginu?

„Þetta er geggjað. Ég er mjög ánægð þarna og allt öðruvísi en ég er vön. Það eru allir atvinnumenn þarna og allt til alls. Þú hugsar ekki um neitt annað en að vera í fótbolta, þú mætir á æfingu og hugsar um hvernig þú getir verið best."

„Þetta er algjörlega framar mínum væntingum, ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í," segir Gunnhildur en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner