
Kvennalandsliðið mætir Slóveníu í bænum Lendava á morgun klukkan 15 að íslenskum tíma. Ísland er í flottri stöðu í riðlinum í undankeppni HM og ætti að sækja öll stigin.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona ræddi við Fótbolta.net á æfingasvæðinu ytra.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona ræddi við Fótbolta.net á æfingasvæðinu ytra.
„Það er gott að þetta sé í okkar höndum. Það er pressa en það er jákvæð pressa. Við förum inn í næsta leik með það í huga að ætla að sækja þrjú stig," segir Gunnhildur.
Í janúar yfirgaf hún norska boltann og fór í nýtt lið í bandarísku atvinnumannadeildinni, Utah Royals. Við spurðum hana hvernig væri hjá nýja félaginu?
„Þetta er geggjað. Ég er mjög ánægð þarna og allt öðruvísi en ég er vön. Það eru allir atvinnumenn þarna og allt til alls. Þú hugsar ekki um neitt annað en að vera í fótbolta, þú mætir á æfingu og hugsar um hvernig þú getir verið best."
„Þetta er algjörlega framar mínum væntingum, ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í," segir Gunnhildur en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir