City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   þri 09. september 2025 22:18
Kári Snorrason
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mátti þola grátlegt 2-1 tap gegn Frakklandi á Prinsavöllum í París fyrr í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, lék allan leikinn og var til viðtals að honum loknum.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

„Auðvitað fengu þeir sín færi, Elías var frábær og við vorum í heildina mjög góðir. Fótbolti er leikur smáatriða, smáatriðin í dag voru að þeir fengu víti og seinna markið er eitthvað sem eru okkar smáatriði.“

„Það er ótrúlega margt sem er hægt að taka út frá þessu og sýnir hvað við erum á góðri vegferð. Eins og ég segi við töpum leiknum út frá smáatriðum, hvort sem það eru við, þeir eða dómarinn fótboltinn er stundum svona.“


Guðlaugur er búinn að sjá annað mark Frakklands aftur.
„Mér finnst að ég eigi að fara með honum. Við stöndum frekar hátt og hann er með frían fót, þarna eigum við kannski að vera ansi neðarlega. Sverrir ákveður að hoppa upp í línu við Danna og ég bregst aðeins of seint við það. Mbappe er örugglega fljótasti leikmaður heims, en ég er nógu hraður til að díla við það líka og reyna ýta honum út.“

Viðtalið við Guðlaug má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner