
„Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu og er enn bara uppi í skýjunum.“ Voru fyrstu orð Daníels Tristans Guðjohnsen sem lék í kvöld sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands er Ísland beið lægri hlut 2-1 gegn ógnarsterku liði Frakka á Parc des Princes í París í kvöld.
Um leikinn sjálfan sagði Daníel.
„Ég er þvílíkt ánægður með liðið og hvernig við spilum þennan leik. Mér finnst við bara vera ótrúlega góðir. Auðvitað eru Frakkar það líka ótrúlega góðir og voru meira með boltann og svona en ég bara ótrúlega stoltur af okkur.“
Daníel Tristan byrjaði leikinn í dag með bróður sínum Andra Lucas en þeir eru líkt og flestum ætti að vera kunnugt syniir goðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen. Hvernig var tilfinningin fyrir Daniel að leika með bróður sínum?
„Það er sérstök tilfinning. Fyrir leikinn hugsaði maður kannski meira um það. En þegar maður er kominn inná þá er þetta bara liðsfélagi þinn.“
Leikurinn í kvöld var fyrsti byrjunarliðsleikur Daníels fyrir Ísland. Hvernig var honum innanbrjóst er hann vissi að hann myndi byrja leikinn?
„Það var bara geggjað, þetta var bara draumur að fá að spila fyrir landsliðið.“
Þótt Daníel sjálfur hafi ekki gert marki í leiknum þaggaði bróðir hans Andri vel í stuðningsmönnum Frakka er hann kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Hvernig upplfiði Daníel augnablikið?
„Það var bara geðveikt. Ég er hrikalega stoltur af honum og bara elska að sjá hann gera góða hluti,“
Sagði Daníel en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir