City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   þri 09. september 2025 22:17
Sverrir Örn Einarsson
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Icelandair
Daníe Tristan í baráttunni í kvöld.
Daníe Tristan í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu og er enn bara uppi í skýjunum.“ Voru fyrstu orð Daníels Tristans Guðjohnsen sem lék í kvöld sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands er Ísland beið lægri hlut 2-1 gegn ógnarsterku liði Frakka á Parc des Princes í París í kvöld.

Um leikinn sjálfan sagði Daníel.

„Ég er þvílíkt ánægður með liðið og hvernig við spilum þennan leik. Mér finnst við bara vera ótrúlega góðir. Auðvitað eru Frakkar það líka ótrúlega góðir og voru meira með boltann og svona en ég bara ótrúlega stoltur af okkur.“

Daníel Tristan byrjaði leikinn í dag með bróður sínum Andra Lucas en þeir eru líkt og flestum ætti að vera kunnugt syniir goðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen. Hvernig var tilfinningin fyrir Daniel að leika með bróður sínum?

„Það er sérstök tilfinning. Fyrir leikinn hugsaði maður kannski meira um það. En þegar maður er kominn inná þá er þetta bara liðsfélagi þinn.“

Leikurinn í kvöld var fyrsti byrjunarliðsleikur Daníels fyrir Ísland. Hvernig var honum innanbrjóst er hann vissi að hann myndi byrja leikinn?

„Það var bara geggjað, þetta var bara draumur að fá að spila fyrir landsliðið.“

Þótt Daníel sjálfur hafi ekki gert marki í leiknum þaggaði bróðir hans Andri vel í stuðningsmönnum Frakka er hann kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Hvernig upplfiði Daníel augnablikið?

„Það var bara geðveikt. Ég er hrikalega stoltur af honum og bara elska að sjá hann gera góða hluti,“

Sagði Daníel en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir