
Vel fagnað í september 2023. Það glyttir í Arnar Gunnlaugsson, þáverandi þjálfara Víkings, í bakgrunni.

Eftir öruggan sigur KR gegn ÍA fyrir átta dögum síðan. 'Í dag skiptir það mig meira máli að vera í góðum tengslum við hina frábæru stuðningsmenn KR'
Í kvöld snýr Óskar Hrafn Þorvaldsson aftur á Kópavogsvöll og gengur inn leikmnannainnganginn í fyrsta sinn síðan hann var látinn fara frá félaginu haustið 2023.
Óskar er var þjálfari Breiðabliks í fjögur ár, tók við liðinu eftir tímabilið 2019 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2022. Hann, með Halldór Árnason sér við hlið, braut blað í ísenskum fótbolta þegar Breiðablik komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Skömmu síðar fór hann í viðræður við norska félagið Haugesund en áður en þær kláruðust var Óskar rekinn (8. október '23) frá Breiðabliki.
Hann ræddi um endurkomuna á Kópavogsvöll við Fótbolta.net.
Óskar er var þjálfari Breiðabliks í fjögur ár, tók við liðinu eftir tímabilið 2019 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2022. Hann, með Halldór Árnason sér við hlið, braut blað í ísenskum fótbolta þegar Breiðablik komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Skömmu síðar fór hann í viðræður við norska félagið Haugesund en áður en þær kláruðust var Óskar rekinn (8. október '23) frá Breiðabliki.
Hann ræddi um endurkomuna á Kópavogsvöll við Fótbolta.net.
„Langt frá því að vera eins og hver annar leikur"
Út í persónulegu hliðina. Hvernig heldur þú að þetta verði? Er þetta eins og hver annar leikur eða eru einhverjar tilfinningar sem vakna?
„Þetta er langt frá því að vera eins og hver annar leikur, það er alveg ljóst. Ég veit ekki hverju ég á að búast við, veit ekki hvernig ég bregst við því að vera hinu megin við innganginn. Ég hef ekki komið þarna megin í stúkuna síðan 8. október 2023. Þannig það verður gaman. Ég held þetta verði bara frábærlega skemmtilegt, hef ekki trú á öðru. En auðvitað er alveg ljóst að fyrsti leikur við Breiðablik er ekki eins og leikur við Val í 2. umferð, ég get ekki reynt að ljúga því að þér," sagði Óskar.
Hvernig móttökum býstu við frá stuðningsmönnum Breiðabliks? Eitthvað sungið eða þess háttar?
„Ég hef bara ekki hugsað út í það, en ég hef aldrei upplifað annað en ást frá stuðningsmönnum Breiðabliks og á ekki von á neinu öðru heldur en slíku. Ég átti fjögur frábær ár þarna, við áttum ágætis gengi að fagna saman, liðið og stuðningsmennirnir. Í dag skiptir það kannski ekki öllu máli. Í dag skiptir það mig meira máli að vera í góðum tengslum við hina frábæru stuðningsmenn KR, það er það sem ég hugsa fyrst og fremst um í dag."
Stoltur af liðinu á síðasta tímabili - „Nánast eins og mulningsvél"
Hvað finnst þér um Breiðabliksliðið sem Dóri, þinn fyrrum aðstoðarmaður, er búinn að setja saman? Þetta er úrslitamiðaðra lið heldur en þegar þið voruð saman, er það ekki rétt metið?
„Að einhverju leyti er hægt að segja það. Fótboltinn er öðruvísi og eðlilega kannski, það eru engir tveir eins. Liðið er mjög massíft, það er þétt og varð í fyrra nánast eins og mulningsvél. Ég kannast kannski ekki við allt úr vopnabúri þessa liðs, enda er það líka kannski bara eðli málsins samkvæmt að þegar nýr maður tekur við, þá setur hann sín fingraför á liðið. Það er sjaldnast sem einhver tekur við einhverju liði og það er bara allt eins og það var."
„Blikaliðið er með frábæra leikmenn og virkilega öflugt lið. Ég varð auðvitað mjög stoltur af því að fylgjast með liðinu á síðasta ári, vinna titil, koma til baka eftir skrítið tímabil 2023. Ég var mjög stoltur af liðinu og öllum þeim sem eru í kringum liðið að hafa klárað titilinn. Það er það sem stendur upp úr."
„Það hvernig liðið spilar í dag á móti því hvernig liðið spilaði þegar ég var með það, það er algjört aukaatriði. Núna er bara Dóri að stýra liðinu og málar þá mynd sem honum hugnast," sagði Óskar.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net. Við fréttina má sjá vísað í aðrar fréttir úr spjallinu við Óskar.
Athugasemdir