Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það sé hægt að skera þá upphæð í tvennt - „Lúxusdíll fyrir KR"
Valor í leik með ÍBV í gær.
Valor í leik með ÍBV í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stoppaði ekki lengi hjá KR.
Stoppaði ekki lengi hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vicente Valor var á dögunum keyptur aftur til ÍBV eftir stutt stopp hjá KR. Hann var einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra þegar ÍBV vann þá deild en hann fór svo til KR í vetur. Núna er hann kominn aftur til ÍBV.

Spænski miðjumaðurinn kom við sögu í sjö leikjum hjá KR en hann lék 27 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð og skoraði ellefu mörk.

Mikael Nikulásson talaði um það í Þungavigtinni á dögunum að Valor hefði kostað ÍBV tíu milljónir króna.

„Það var eitthvað talað um tíu milljónir. Ég heyrði að það væri hægt að skera það í tvennt," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar það var rætt um Valor.

„Ég heyrði það nú líka. Það breytir því samt ekki að þetta er lúxusdíll fyrir KR. Hann var þarna í þrjá mánuði eða eitthvað. Hann hefur kannski fengið tvær milljónir fyrir það og þeir senda hann til baka með kannski þriggja milljón króna hagnaði," sagði Tómas Þór Þórðarson og hélt áfram.

„Ég er örlítið hugsi yfir þessum fótboltalegu pælingum hjá Óskari. Hann var aldrei í lífinu nógu góður til að spila fyrir KR."

„Þetta var líka svolítið skrítið í þessu verkefni," sagði Elvar Geir en Valor passaði ekki inn í það verkefni sem er í gangi núna hjá KR-ingum.

„Þetta var bara ekki að virka. Þá er bara fínt að hann fari heim til Eyja. Vegni honum vel. Hann er hrikalega skemmtilegur á Instagram," sagði Tómas Þór.
Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool
Athugasemdir
banner
banner