Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði í dag sínum síðasta leik sem þjálfari Breiðabliks, í bili hið minnsta.
Óskar var spurður að því í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn hvort þetta hefði verið hans síðasti leikur sem þjálfari liðsins og játti hann því. Á svipuðum tíma tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum að Óskar myndi láta af störfum í dag.
Óskar var spurður að því í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn hvort þetta hefði verið hans síðasti leikur sem þjálfari liðsins og játti hann því. Á svipuðum tíma tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum að Óskar myndi láta af störfum í dag.
„Á mánudaginn síðasta óskaði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, eftir að láta af störfum um miðjan desember nk.
Eftir vandlega íhugun var það mat forsvarsmanna félagsins að hreinlegast væri að ganga frá þessum breytingum strax og lætur því Óskar Hrafn af störfum í dag," sagði í tilkynningunni.
Það er því ljóst að forsvarsmenn létu Óskar fara fyrr en hann ætlaði sér að yfirgefa félagið. Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, gagnrýnir Breiðablik í færslu á X (Twitter).
„Ótrúlegt að reka Óskar með þessum hætti. Fær ekki að kveðja fans. Riðlakeppnin. Annar Íslandsmeistaratitill í sögunni. Nýr standard settur. Ekki einn hittingur milli hans og Óla Kri í 2 mánuði áður en Óli fer. Markahæsti leikmaður seldur. Hvaða rugl. Gaf Blikum geðveika tíma," skrifar Jói og bætir við:
„Honum tilkynnt þetta á föstudaginn."
„Það er að koma betur í ljós hversu sterk FCK og Zrinjski Mostar eru. Liðið í ár byggt upp að því að komast í Evrópu og styrkt til þess. Breiddin hverfur (Alex og Patrik). Gæjar í 9-5 vinnum geta ekki spilað leik á 4 daga fresti í 4 mánuði."
Og loks eftirfarandi þar sem hann orðar Halldór Árnason, aðstoðarmann Óskars, við aðalþjálfarastarfið hjá Breiðabliki.
Dóri Árna að taka við þessu segir gatan. Verður tryllt að fylgjast með honum fá tækifæri til að stýra toppliði einn. Eitt er 100p - refs fá að finna fyrir því????? https://t.co/7IuEQFHG7e pic.twitter.com/zKiSsSjunz
— Jói Ástvalds (@JoiPall) October 8, 2023
Athugasemdir