Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júní 2022 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er einhver óvæntasti landsliðsmaður sem ég hef séð"
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki Þóris fagnað í Ísrael.
Marki Þóris fagnað í Ísrael.
Mynd: Getty Images
Í fyrra var ekki mikið sem benti til þess að Þórir Jóhann Helgason yrði orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu á þessum tímapunkti.

Þórir, sem er fæddur árið 2000, lék fyrri part tímabilsins í fyrra með FH í efstu deild á Íslandi. Þar skaraði hann ekki fram úr að mati svokallaðra sérfræðinga en gerði nóg til að fá félagaskipti til Lecce á Ítalíu.

Á Ítalíu hefur hann tekið mörg skref fram á við og á tímabilinu sem hann var að klárast spilaði hann gott hlutverk í liði sem var að vinna sig upp í ítölsku úrvalsdeildina.

Þórir, sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Haukum sumarið 2017, er núna búinn að festa sig í sessi með landsliðinu. Hann var einn besti maður liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Ísrael í síðustu viku og skoraði þar sitt fyrsta landsliðsmark.

„Þórir er einhver óvæntasti landsliðsmaður sem ég hef séð - á mjög jákvæðan máta," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Það er ekki eins og hann hafi verið einhver 'Ísak Snær' eða 'Kristall Máni' með þessu FH-liði; það var ekki einhver samhljómur meðal sérfræðinga að Þórir Jóhann væri besti leikmaðurinn í deildinni eða besti ungi leikmaðurinn. Þegar hann fór til Ítalíu, þá var maður bara: Ha?"

„Ég var að spjalla við Eið Smára (Guðjohnsen) um daginn. Hann var með hann í FH. Ég er kannski aðeins að vitna í tveggja manna tal en hann leit á hann í eina mínútu og sagði svo: 'Hafðu engar áhyggjur, þú spilar alltaf fyrir mig'. Hann spottaði þetta talent. Hann veit svona 50 þúsund sinnum meira um fótbolta en ég og bara flestir."

„Þegar hann var að spila sína fyrstu landsleiki var hann ekki magnaður. Hann var jafndaufur og liðið, en á meðan liðið var áfram dauft og ekki mikið að gerast þá var hann alltaf að taka skref fram á við. Núna er hann fyrsti maður á blað í landsliðið og á það fyllilega skilið."

„Leik eftir leik er hann skila 7,5 til 8,5. Þegar við höfum verið mökk lélegir er hann eiginlega alltaf ljósið í myrkrinu... ég sá þetta ekki þegar hann var hérna heima," sagði Tómas.

„Hann skoraði, skapaði og var þeim - Ísraelsmönnum - til vandræða," sagði Elvar Geir Magnússon um Þóri í þættinum sem hlusta á má hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, þjálfaramál og Selfoss
Athugasemdir
banner
banner