Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. júní 2022 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallaði Haaland hóru og fékk mark strax í andlitið
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði bæði mörk Noregs í sigri gegn nágrönnunum í Svíþjóð í Þjóðadeildinni í kvöld.

Haaland lenti í smávegis deilum við Alexander Milosevic, varnarmann Svíþjóð, í leiknum. Haaland fagnaði öðru marki sínu með því að ögra Milosevic aðeins.

Eftir leik var Haaland spurður að því hvað hefði gengið á þeirra á milli í leiknum.

„Fyrst kallaði hann mig hóru og það er ég svo sannarlega ekki. Svo sagðist hann ætla að fótbrjóta mig. Einni mínutu síðar, þá skoraði ég," sagði Haaland og hló.

Haaland, sem er 21 árs gamall, mun í sumar ganga í raðir Manchester City eftir góðan tíma hjá Borussia Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner