Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mið 05. júní 2024 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjár úr byrjunarliði Íslands í leit að nýju félagi í sumar
Hildur Antons yfirgefur Fortuna Sittard
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur fagnar marki sínu í gær.
Hildur fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hildur Antonsdóttir, landsliðskona Íslands, mun í sumar takast á við nýtt verkefni þegar hún yfirgefur herbúðir Fortuna Sittard í Hollandi. Hún staðfesti það við Fótbolta.net eftir leik gegn Austurríki í undankeppni EM í gær að hún myndi róa á önnur mið í sumar.

„Ég er að fara til Mallorca og get alveg notið mín í botn þar núna. Ég fer í eina viku og slaka á," sagði Hildur eftir sigurleikinn gegn Austurríki en hún gerði sigurmarkið í leiknum.

„Samningurinn minn er runninn út og ég verð ekki þar lengur. Ég er að fara að finna mér eitthvað nýtt að gera í sumar. Ég mun æfa á fullu fyrir næsta glugga."

Hildur hefur leikið með Fortuna Sittard frá því sumar 2022, en hún vonast til að finna sér eitthvað spennandi að gera fyrir næsta tímabil.

„Ég er ekkert búinn að vera að fókusa á það, bara búin að vera að einbeita mér að landsliðinu. Ég fer í smá sumarfrí og fer svo að hugsa um það," sagði Hildur en hún vonast til að finna sér gott lið í sterkri deild.

Búin að taka miklum framförum í Hollandi
Hildur, sem verður 29 ára í september, spilaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í fyrra en er núna með fyrstu nöfnum á blað. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hrósaði henni á fréttamannafundi í gær.

„Hún er búin að vera góð. Hún er líka búin að taka miklum framförum eftir að hún fór til Hollands. Hún er ennþá meira tilbúin í þetta. Hún er búin að vera flott, vaxandi og er alltaf að taka stærra hlutverk hjá okkur," sagði Þorsteinn.

Hildur er ekki sú eina úr landsliðinu sem verður á ferðinni sumar. Tvær aðrar úr byrjunarliðinu frá því í gær eru að skipta um lið í sumar; Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir verða ekki áfram hjá sínum liðum. Þá er tíðinda að vænta af Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og spurning hvort hún verði áfram í herbúðum Bayern München eða fari annað.

„Ég vil bara að þær fari í lið sem þær spila í. Ég vil sjá þær taka eins gott skref og hægt er, í eins hátt getustig og þær ráða við, og þar sem þær fá að spila. Auðvitað væri fínt að fara í samkeppni, en allavega þannig að þær fái sinn spiltíma, fyrir landsliðið er það best. Þær þurfa bara að spila, þá er ég bara sáttur," sagði Steini en það verður gaman að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner