Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 30. maí 2024 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Á að koma í fjölmiðla í þessari viku eða þeirri næstu - „Þið verðið bara að bíða spennt"
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína alltaf hress.
Karólína alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, frábærir vellir og það er mjög mikil stemning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið hefur verið að undirbúa sig síðustu daga fyrir mikilvægan leik gegn heimakonum í undankeppni EM.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þær eru með hörkulið og marga góða leikmenn úr Bundesligunni og öðrum sterkum deildum. Þær eru með mjög hraða leikmenn og sterka. Þær eru líka með gott leikplan og við þurfum að vera mjög góðar á morgun til að vinna."

Austurríska liðið er öflugt en það verður hart barist í þessum tveimur leikjum sem eru framundan. Þetta eru tvö lið sem ætla sér beint á Evrópumótið.

„Allir leikir í þessum riðli eru úrslitaleikir. Við förum inn í þessa tvo leiki til að ná í sex stig," sagði Karólína. „Við tökum bara sömu klisjuna, einn leik í einu. Við fókusum á morgundaginn."

Hvað næst?
Karólína, sem er 22 ára, varði tímabilinu á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern. Hún átti virkilega flott tímabil þar sem hún skoraði fimm mörk og lagði upp sjö.

„Ég er frekar sátt. Þetta var mitt fyrsta tímabil úti þar sem ég er að spila af alvöru. Við hefðum getað gert betur á ákveðnum tímabilum en heilt yfir erum verið frekar sáttar. Ég var sátt með marga leiki en auðvitað hefði ég getað gert betur í öðrum."

Það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir næst á sínum ferli, hvort hún verði áfram hjá Bayern eða hvort hún fari eitthvað annað.

„Framtíð mín verður ljós á næstu dögum. Það ætti að koma í fjölmiðla í vikunni eða í næstu viku. Þið verðið bara að bíða spennt," sagði Karólína og brosti.

Fólk er byrjað að velta fyrir sér hvað gerist næst en það er augljóst af samfélagsmiðlum að dæma að stuðningsfólk Bayern vill ekki missa hana.

„Maður hefur tekið eftir þessu, en mér líður vel í München. Það verður að koma í ljós hvað ég geri. Ég þarf að taka annað tímabil þar sem ég spila," sagði Karólína en fókusinn er núna á þessum tveimur landsleikjum sem eru framundan.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner