Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
banner
   fim 30. maí 2024 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Á að koma í fjölmiðla í þessari viku eða þeirri næstu - „Þið verðið bara að bíða spennt"
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína alltaf hress.
Karólína alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, frábærir vellir og það er mjög mikil stemning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið hefur verið að undirbúa sig síðustu daga fyrir mikilvægan leik gegn heimakonum í undankeppni EM.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þær eru með hörkulið og marga góða leikmenn úr Bundesligunni og öðrum sterkum deildum. Þær eru með mjög hraða leikmenn og sterka. Þær eru líka með gott leikplan og við þurfum að vera mjög góðar á morgun til að vinna."

Austurríska liðið er öflugt en það verður hart barist í þessum tveimur leikjum sem eru framundan. Þetta eru tvö lið sem ætla sér beint á Evrópumótið.

„Allir leikir í þessum riðli eru úrslitaleikir. Við förum inn í þessa tvo leiki til að ná í sex stig," sagði Karólína. „Við tökum bara sömu klisjuna, einn leik í einu. Við fókusum á morgundaginn."

Hvað næst?
Karólína, sem er 22 ára, varði tímabilinu á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern. Hún átti virkilega flott tímabil þar sem hún skoraði fimm mörk og lagði upp sjö.

„Ég er frekar sátt. Þetta var mitt fyrsta tímabil úti þar sem ég er að spila af alvöru. Við hefðum getað gert betur á ákveðnum tímabilum en heilt yfir erum verið frekar sáttar. Ég var sátt með marga leiki en auðvitað hefði ég getað gert betur í öðrum."

Það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir næst á sínum ferli, hvort hún verði áfram hjá Bayern eða hvort hún fari eitthvað annað.

„Framtíð mín verður ljós á næstu dögum. Það ætti að koma í fjölmiðla í vikunni eða í næstu viku. Þið verðið bara að bíða spennt," sagði Karólína og brosti.

Fólk er byrjað að velta fyrir sér hvað gerist næst en það er augljóst af samfélagsmiðlum að dæma að stuðningsfólk Bayern vill ekki missa hana.

„Maður hefur tekið eftir þessu, en mér líður vel í München. Það verður að koma í ljós hvað ég geri. Ég þarf að taka annað tímabil þar sem ég spila," sagði Karólína en fókusinn er núna á þessum tveimur landsleikjum sem eru framundan.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner