City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   fim 30. maí 2024 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Á að koma í fjölmiðla í þessari viku eða þeirri næstu - „Þið verðið bara að bíða spennt"
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína alltaf hress.
Karólína alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, frábærir vellir og það er mjög mikil stemning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið hefur verið að undirbúa sig síðustu daga fyrir mikilvægan leik gegn heimakonum í undankeppni EM.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þær eru með hörkulið og marga góða leikmenn úr Bundesligunni og öðrum sterkum deildum. Þær eru með mjög hraða leikmenn og sterka. Þær eru líka með gott leikplan og við þurfum að vera mjög góðar á morgun til að vinna."

Austurríska liðið er öflugt en það verður hart barist í þessum tveimur leikjum sem eru framundan. Þetta eru tvö lið sem ætla sér beint á Evrópumótið.

„Allir leikir í þessum riðli eru úrslitaleikir. Við förum inn í þessa tvo leiki til að ná í sex stig," sagði Karólína. „Við tökum bara sömu klisjuna, einn leik í einu. Við fókusum á morgundaginn."

Hvað næst?
Karólína, sem er 22 ára, varði tímabilinu á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern. Hún átti virkilega flott tímabil þar sem hún skoraði fimm mörk og lagði upp sjö.

„Ég er frekar sátt. Þetta var mitt fyrsta tímabil úti þar sem ég er að spila af alvöru. Við hefðum getað gert betur á ákveðnum tímabilum en heilt yfir erum verið frekar sáttar. Ég var sátt með marga leiki en auðvitað hefði ég getað gert betur í öðrum."

Það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir næst á sínum ferli, hvort hún verði áfram hjá Bayern eða hvort hún fari eitthvað annað.

„Framtíð mín verður ljós á næstu dögum. Það ætti að koma í fjölmiðla í vikunni eða í næstu viku. Þið verðið bara að bíða spennt," sagði Karólína og brosti.

Fólk er byrjað að velta fyrir sér hvað gerist næst en það er augljóst af samfélagsmiðlum að dæma að stuðningsfólk Bayern vill ekki missa hana.

„Maður hefur tekið eftir þessu, en mér líður vel í München. Það verður að koma í ljós hvað ég geri. Ég þarf að taka annað tímabil þar sem ég spila," sagði Karólína en fókusinn er núna á þessum tveimur landsleikjum sem eru framundan.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner