Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   þri 04. júní 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Hetjan beið lengi eftir landsliðstækifærinu - „Það skemmtilegasta sem ég geri"
Icelandair
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjuð tilfinning og við erum svo ánægðar með þennan sigur sem er svo mikilvægur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir sigur gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Hildur gerði sigurmarkið í leiknum sem kemur Íslandi í frábæran möguleika á að fara beint á EM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Ég sagði fyrir hornið að ég ætlaði að skora núna. Ég var búin að snerta hann tvisvar í teignum og ég hefði líka getað skorað í síðasta leik á móti Austurríki og á móti Þýskalandi. Ég skuldaði mark. Mér fannst það góð tímasetning að setja hann þarna."

Þetta var ákveðinn hápunktur á ferli Hildar til þessa, að skora þetta mark í svona mikilvægum leik á Laugardalsvelli.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara. Það var geggjað að skora markið."

Hildur, sem er 28 ára, spilaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í september í fyrra. Hún hefur gripið tækifærið með báðum höndum og er bara orðin fastakona í landsliðinu.

„Þegar ég var kölluð inn í landsliðið fyrst var ég ótrúlega ánægð að vera valin og það var ógeðslega mikill heiður. Síðan hef ég bara verið að njóta hverrar einustu mínútu. Ef þú ert að njóta og þér líður vel, þá kemur góð frammistaða. Það hefur skilað þessum árangri," sagði Hildur en hún þurfti að bíða lengi eftir þessu tækifæri.

„Ég beið í mörg ár. Kannski fannst mér ég eiga skilið að vera kölluð fyrr inn en þetta átti greinilega bara að fara svona. Ég er á góðum stað í dag," sagði Hildur. „Ég hef verið að bíða eftir tækifærinu og það er núna."

„Að spila fyrir Ísland er það skemmtilegasta sem ég geri."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner