Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 04. júní 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Hetjan beið lengi eftir landsliðstækifærinu - „Það skemmtilegasta sem ég geri"
Icelandair
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjuð tilfinning og við erum svo ánægðar með þennan sigur sem er svo mikilvægur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir sigur gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Hildur gerði sigurmarkið í leiknum sem kemur Íslandi í frábæran möguleika á að fara beint á EM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Ég sagði fyrir hornið að ég ætlaði að skora núna. Ég var búin að snerta hann tvisvar í teignum og ég hefði líka getað skorað í síðasta leik á móti Austurríki og á móti Þýskalandi. Ég skuldaði mark. Mér fannst það góð tímasetning að setja hann þarna."

Þetta var ákveðinn hápunktur á ferli Hildar til þessa, að skora þetta mark í svona mikilvægum leik á Laugardalsvelli.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara. Það var geggjað að skora markið."

Hildur, sem er 28 ára, spilaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í september í fyrra. Hún hefur gripið tækifærið með báðum höndum og er bara orðin fastakona í landsliðinu.

„Þegar ég var kölluð inn í landsliðið fyrst var ég ótrúlega ánægð að vera valin og það var ógeðslega mikill heiður. Síðan hef ég bara verið að njóta hverrar einustu mínútu. Ef þú ert að njóta og þér líður vel, þá kemur góð frammistaða. Það hefur skilað þessum árangri," sagði Hildur en hún þurfti að bíða lengi eftir þessu tækifæri.

„Ég beið í mörg ár. Kannski fannst mér ég eiga skilið að vera kölluð fyrr inn en þetta átti greinilega bara að fara svona. Ég er á góðum stað í dag," sagði Hildur. „Ég hef verið að bíða eftir tækifærinu og það er núna."

„Að spila fyrir Ísland er það skemmtilegasta sem ég geri."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner