Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 04. júní 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Hetjan beið lengi eftir landsliðstækifærinu - „Það skemmtilegasta sem ég geri"
Icelandair
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjuð tilfinning og við erum svo ánægðar með þennan sigur sem er svo mikilvægur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir sigur gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Hildur gerði sigurmarkið í leiknum sem kemur Íslandi í frábæran möguleika á að fara beint á EM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Ég sagði fyrir hornið að ég ætlaði að skora núna. Ég var búin að snerta hann tvisvar í teignum og ég hefði líka getað skorað í síðasta leik á móti Austurríki og á móti Þýskalandi. Ég skuldaði mark. Mér fannst það góð tímasetning að setja hann þarna."

Þetta var ákveðinn hápunktur á ferli Hildar til þessa, að skora þetta mark í svona mikilvægum leik á Laugardalsvelli.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara. Það var geggjað að skora markið."

Hildur, sem er 28 ára, spilaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í september í fyrra. Hún hefur gripið tækifærið með báðum höndum og er bara orðin fastakona í landsliðinu.

„Þegar ég var kölluð inn í landsliðið fyrst var ég ótrúlega ánægð að vera valin og það var ógeðslega mikill heiður. Síðan hef ég bara verið að njóta hverrar einustu mínútu. Ef þú ert að njóta og þér líður vel, þá kemur góð frammistaða. Það hefur skilað þessum árangri," sagði Hildur en hún þurfti að bíða lengi eftir þessu tækifæri.

„Ég beið í mörg ár. Kannski fannst mér ég eiga skilið að vera kölluð fyrr inn en þetta átti greinilega bara að fara svona. Ég er á góðum stað í dag," sagði Hildur. „Ég hef verið að bíða eftir tækifærinu og það er núna."

„Að spila fyrir Ísland er það skemmtilegasta sem ég geri."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner