Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 04. júní 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Hetjan beið lengi eftir landsliðstækifærinu - „Það skemmtilegasta sem ég geri"
Icelandair
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjuð tilfinning og við erum svo ánægðar með þennan sigur sem er svo mikilvægur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir sigur gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Hildur gerði sigurmarkið í leiknum sem kemur Íslandi í frábæran möguleika á að fara beint á EM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Ég sagði fyrir hornið að ég ætlaði að skora núna. Ég var búin að snerta hann tvisvar í teignum og ég hefði líka getað skorað í síðasta leik á móti Austurríki og á móti Þýskalandi. Ég skuldaði mark. Mér fannst það góð tímasetning að setja hann þarna."

Þetta var ákveðinn hápunktur á ferli Hildar til þessa, að skora þetta mark í svona mikilvægum leik á Laugardalsvelli.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara. Það var geggjað að skora markið."

Hildur, sem er 28 ára, spilaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í september í fyrra. Hún hefur gripið tækifærið með báðum höndum og er bara orðin fastakona í landsliðinu.

„Þegar ég var kölluð inn í landsliðið fyrst var ég ótrúlega ánægð að vera valin og það var ógeðslega mikill heiður. Síðan hef ég bara verið að njóta hverrar einustu mínútu. Ef þú ert að njóta og þér líður vel, þá kemur góð frammistaða. Það hefur skilað þessum árangri," sagði Hildur en hún þurfti að bíða lengi eftir þessu tækifæri.

„Ég beið í mörg ár. Kannski fannst mér ég eiga skilið að vera kölluð fyrr inn en þetta átti greinilega bara að fara svona. Ég er á góðum stað í dag," sagði Hildur. „Ég hef verið að bíða eftir tækifærinu og það er núna."

„Að spila fyrir Ísland er það skemmtilegasta sem ég geri."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner