Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 04. júní 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Hetjan beið lengi eftir landsliðstækifærinu - „Það skemmtilegasta sem ég geri"
Icelandair
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Hildur gerði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjuð tilfinning og við erum svo ánægðar með þennan sigur sem er svo mikilvægur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir sigur gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Hildur gerði sigurmarkið í leiknum sem kemur Íslandi í frábæran möguleika á að fara beint á EM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Ég sagði fyrir hornið að ég ætlaði að skora núna. Ég var búin að snerta hann tvisvar í teignum og ég hefði líka getað skorað í síðasta leik á móti Austurríki og á móti Þýskalandi. Ég skuldaði mark. Mér fannst það góð tímasetning að setja hann þarna."

Þetta var ákveðinn hápunktur á ferli Hildar til þessa, að skora þetta mark í svona mikilvægum leik á Laugardalsvelli.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara. Það var geggjað að skora markið."

Hildur, sem er 28 ára, spilaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í september í fyrra. Hún hefur gripið tækifærið með báðum höndum og er bara orðin fastakona í landsliðinu.

„Þegar ég var kölluð inn í landsliðið fyrst var ég ótrúlega ánægð að vera valin og það var ógeðslega mikill heiður. Síðan hef ég bara verið að njóta hverrar einustu mínútu. Ef þú ert að njóta og þér líður vel, þá kemur góð frammistaða. Það hefur skilað þessum árangri," sagði Hildur en hún þurfti að bíða lengi eftir þessu tækifæri.

„Ég beið í mörg ár. Kannski fannst mér ég eiga skilið að vera kölluð fyrr inn en þetta átti greinilega bara að fara svona. Ég er á góðum stað í dag," sagði Hildur. „Ég hef verið að bíða eftir tækifærinu og það er núna."

„Að spila fyrir Ísland er það skemmtilegasta sem ég geri."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner