
Það voru fimm af sex leikjum í sjöttu umferð Lengjudeildarinnar spilaðir í gær en leik Grindavíkur og Keflavíkur var frestað út af verkefni hjá U19 landsliðinu. Við ákváðum að velja lið og leikmann umferðarinnar á meðan umferðin er enn í fersku minni.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
KA maðurinn Ívar Arnbro Þórhallsson átti frábæran leik í marki Völsungs gegn Þór. Var virkilega öruggur á milli stanganna og ekki verri í því að koma út og grípa inn í. Mjög sannfærandi frammistaða hjá þessum efnilega markmanni sem fæddur er 2006 sem er á láni hjá Völsungi frá KA.

Völsungur fór í Bogann og vann þar sanngjarnan sigur gegn Þór í gærkvöldi. Fyrirliðinn Arnar Pálmi Kristjánsson var frábær í leiknum og Xabier Cardenas lagði upp tvö mörk. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson er þjálfari umferðarinnar en Völlarar hafa komið á óvart í sumar.
ÍR skellti sér á topp deildarinnar með sigri gegn Þrótti á heimavelli en þar voru Ágúst Unnar Kristinsson og Arnór Sölvi Harðarson bestir í liði ÍR-inga.
Leiknir lagði Fylki í fyrsta leik Gústa Gylfa við stjórnvölinn. Djordje Vladisavljevic var bestur í liði Leiknis og Axel Freyr Harðarson var einnig góður.
Jóhann Þór Arnarsson hefur þá verið frábær hjá HK í sumar og hann var mjög góður í sigri gegn Selfossi í gær. Aron Kristófer Lárusson var flottur í vörninni hjá HK en það má með sanni segja að lið umferðarinnar sé frekar varnarsinnað í þetta sinn.
Arnleifur Hjörleifsson, vinstri bakvörður Njarðvíkur, er á vinstri kantinum í liði umferðarinnar og Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fjölnis, kemst einnig í liðið eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur og FJölnis í gær.
Fyrri úrvalslið:
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 10 | 6 | 4 | 0 | 18 - 5 | +13 | 22 |
2. Njarðvík | 10 | 5 | 5 | 0 | 24 - 10 | +14 | 20 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þór | 10 | 5 | 2 | 3 | 25 - 17 | +8 | 17 |
5. Þróttur R. | 10 | 4 | 3 | 3 | 18 - 17 | +1 | 15 |
6. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
7. Keflavík | 9 | 3 | 3 | 3 | 16 - 12 | +4 | 12 |
8. Grindavík | 9 | 3 | 2 | 4 | 23 - 25 | -2 | 11 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 - 15 | -1 | 10 |
10. Leiknir R. | 10 | 2 | 3 | 5 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Selfoss | 10 | 2 | 1 | 7 | 8 - 21 | -13 | 7 |
12. Fjölnir | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 24 | -13 | 6 |
Athugasemdir