„Mér fannst frammistaða okkar í seinni hálfleik líklega sú besta í sumar, á erfiðasta útivelli í deildinni," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.
Atvikið sem allir eru að tala um er hvort boltinn hafi verið inni þegar Grindvíkingar töldu sig hafa skorað.
Atvikið sem allir eru að tala um er hvort boltinn hafi verið inni þegar Grindvíkingar töldu sig hafa skorað.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 0 Grindavík
„Ég fagnaði þessu marki gríðarlega þegar ég sé að Þorvaldur (dómari) talaði við Jóhann Gunnar (aðstoðardómari) og dæmdi markið af. Leikmenn mínir sem voru nálægt atvikinu töldu að boltinn hefði farið langt inn."
„Jói er einn okkar besti línuvörður og ég verð að treysta honum. Ef þessi bolti var ekki inni þá ætla ég að bjóða honum í mat. Ég held að hann hafi gert mistök í dag."
Í viðtalinu hér að ofan ræðir Túfa um að hann ætli að styrkja lið sitt frekar.
Athugasemdir