Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið í dag hjá okkur var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
   fös 05. júlí 2019 21:51
Elvar Geir Magnússon
Túfa: Býð Jóa línuverði í mat ef þetta var rétt hjá honum
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mér fannst frammistaða okkar í seinni hálfleik líklega sú besta í sumar, á erfiðasta útivelli í deildinni," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.

Atvikið sem allir eru að tala um er hvort boltinn hafi verið inni þegar Grindvíkingar töldu sig hafa skorað.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  0 Grindavík

„Ég fagnaði þessu marki gríðarlega þegar ég sé að Þorvaldur (dómari) talaði við Jóhann Gunnar (aðstoðardómari) og dæmdi markið af. Leikmenn mínir sem voru nálægt atvikinu töldu að boltinn hefði farið langt inn."

„Jói er einn okkar besti línuvörður og ég verð að treysta honum. Ef þessi bolti var ekki inni þá ætla ég að bjóða honum í mat. Ég held að hann hafi gert mistök í dag."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Túfa um að hann ætli að styrkja lið sitt frekar.
Athugasemdir
banner
banner