Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 05. ágúst 2020 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Nathan Ake til Manchester City (Staðfest)
Nathan Aké er mættur til Man City
Nathan Aké er mættur til Man City
Mynd: Heimasíða Man City
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur gengið frá kaupum á hollenska varnarmanninum Nathan Aké en hann kemur frá Bournemouth á rúmlega 40 milljón punda.

Aké er 25 ára gamall miðvörður en hann kom fyrst til Englands árið 2011. Hann gekk þá til liðs við Chelsea frá Feyenoord en Aké var á mála hjá Chelsea í fimm ár og lék aðeins 17 leiki á fjórum tímabilum.

Bournemouth fékk Aké lánaðan tímabilið 2016-2017 og ákvað félagið í kjölfarið að kaupa hann fyrir 20 milljón punda. Hann hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Bournemouth síðustu árin en liðið féll niður í B-deildina á dögunum og því ljóst að liðið yrði fyrir mikilli blóðtöku.

Manchester City hefur verið í viðræðum við Bournemouth um Aké síðustu vikur og í dag staðfesti félagið kaup á honum en City borgar 41 milljón pund fyrir hann og skrifaði hann undir fimm ára samning.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Man City fær í þessum glugga en Ferran Torres kom til félagsins frá Valencia í gær. Það er gert ráð fyrir því að Pep Guardiola, stjóri félagsins, versli fimm leikmenn til viðbótar.


Athugasemdir
banner
banner