Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 05. ágúst 2021 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður erfitt en vonin lifir hjá Breiðabliki
Gísli Eyjólfs fagnar marki sínu.
Gísli Eyjólfs fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aberdeen er með 3-2 forystu.
Aberdeen er með 3-2 forystu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 3 Aberdeen
0-1 Christian Ramirez ('3 )
0-2 Lewis Ferguson ('11 )
1-2 Gísli Eyjólfsson ('16 )
2-2 Árni Vilhjálmsson ('43 , víti)
2-3 Christian Ramirez ('49 )
Lestu um leikinn

Breiðablik þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Aberdeen frá Skotlandi í fyrri leiðanna í 3. umferð forkeppni Sambansdeildar UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Blikar voru ekki alveg á tánum í föstum leikatriðum til að byrja með. „Hornspyrnan er tekin meðfram jörðinni og Ramirez kemur í hlaup á nærstöngina og þrumar boltanum í nærhornið framhjá Antoni Ara. Vel útfært hjá Skotunum en Blikar ekki tilbúnir!" skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Átta mínútum síðar komst Aberdeen í 2-0 og aftur kom markið eftir fast leikatriði.

Blikar létu þessa skelfilegu byrjun ekki slá sig út af laginu. Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn á 16. mínútu og rétt fyrir leikhlé jafnaði Árni Vilhjálmsson úr vítaspyrnu. Árni var mjög öflugur í fyrri hálfleik.

Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn hins vegar líka illa og Aberdeen tók forystuna aftur þegar örfáar mínútur voru liðnar frá upphafsflauti. Ramirez var aftur á ferðinni fyrir skoska liðið.

Aberdeen gerði ekki mikið eftir það. Seinni hálfleikurinn var frekar rólegur heilt yfir og fleiri mörk ekki skoruð. Aberdeen hægði mjög á leiknum undir lokin og Breiðablik náði ekki að koma tempóinu upp, eins og í fyrri hálfleik.

Seinni leikurinn er í Skotlandi í næstu viku og er Blikar 3-2 undir fyrir þann leik. Það eru engin útivallarmörk og því klárlega möguleikar í stöðunni. Til þess að eiga möguleika, þá verða Blikar að verjast betur og gera skoska liðinu erfiðara fyrir þegar kemur að því að skora mörk; mörkin í kvöld voru alltof einföld.
Athugasemdir
banner
banner