Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mán 05. ágúst 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólympíuleikarnir: Frakkland og Spánn í úrslit
Jean-Philippe Mateta
Jean-Philippe Mateta
Mynd: Getty Images
Heimamenn í Frakklandi eru komnir í úrslit á Ólympíuleikunum en liðið mætir Spáni á föstudaginn.

Frakkland lagði Egyptaland í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var rólegur en það var ekki fyrr en eftir klukkutíma leik sem Mahmoud Saber kom Egyptalandi yfir.

Michael Olise lagði svo upp mark á fyrrum félaga sinn hjá Crystal Palace, Jean-Philippe Mateta undir lok venjulegs leiktíma og grípa þurfti til framlengingar.

Omar Fayed fékk sitt annað gula spjald snemma í framlengingunni og voru Egyptar því manni færri. Frakkar nýttu sér það og Mateta kom liðinu í 2-1 áður en Michale Olise innsiglaði sigurinn.

Spánverjar voru 1-0 undir gegn Marokkó en Fermin Lopez jafnaði metin. Hann hefur skorað fjögur mörk fyrir spænska liðið á Ólympíuleikunum. Það var svo Juanlu Sanchez sem skaut Spánverjum í úrslitin eftir undirbúning Fermin Lopez.

Marokkó og Egyptaland spila um bronsið á fimmtudaginn.

Marokkó 1-2 Spánn
1-0 Soufiane Rahimi ('37 víti)
1-1 Fermin Lopez ('66 )
1-2 Juanlu Sanchez ('85 )

Frakkland 3-1 Egyptaland
0-1 Mahmoud Saber ('62 )
1-1 Jean-Philippe Mateta ('83 )
2-1 Jean-Philippe Mateta ('99 )
3-1 Michael Olise ('108 )


Athugasemdir
banner
banner
banner