Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 05. september 2020 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins grátlegt og það verður
Icelandair
Sterling skoraði sigurmarkið.
Sterling skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómarinn frá Serbíu tók mark af Englandi.
Dómarinn frá Serbíu tók mark af Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 1 England
0-1 Raheem Sterling ('90 , víti)
0-1 Birkir Bjarnason (90, misnotuð vítaspyrna)
Rautt spjald: Kyle Walker, England ('70), Sverrir Ingi Ingason Ísland ('89)
Lestu nánar um leikinn

Ísland tapaði á mjög, mjög grátlegan hátt gegn Englandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Leikið var á tómum Laugardalsvelli.

Án okkar stórkostlegu stuðningsmanna og án lykilmanna tókst okkur lengst af að loka á stjörnur Englendinga.

Englendingar skoruðu reyndar á sjöundu mínútu þegar Harry Kane kom boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Við endursýningar sást hins vegar að það var líklega vitlaus dómur. „Harry Kane kemur boltanum í markið! En rangstaða dæmd! Tók smá tíma fyrir dómarana að komast að þessari niðurstöðu," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Það er ekkert VAR en við Íslendingar kvörtuðum hins vegar ekki. Englendingar héldu boltanum rosalega mikið en sköpuðu sér ekki mikið. Arnór Ingvi Traustason átti ágætis tilraun úr aukaspyrnu eftir 35. mínútna leik en boltinn fór rétt fram hjá.

Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var bara það sama upp á teningnum í um 45 mínútur.

Englendingar voru með boltann og Íslendingar vörðust eins og enginn væri morgundagurinn. Á 70. mínútu fékk Kyle Walker, bakvörður Englands, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Walker fór í ansi heimskulega tæklingu og verðskuldaði rauða spjaldið.

Þegar 90. mínútan datt á klukkuna fóru hlutirnir að gerast. England fékk vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi Sverris Inga innan teigs. Raheem Sterling fór á punktinn og skoraði; setti hann laust á mitt markið.

Í sókninni eftir dæmdi Serbinn aðra vítaspyrnu og í þetta skiptið braut Joe Gomez á Hólmberti Aroni Friðjónssyni. Birkir Bjarnason fór á punktinn en setti hann yfir markið. Því miður.

Heilt yfir var varnarframmistaðan til háborinnar fyrirmyndar, en því miður fáum við ekkert út úr leiknum. Næst er það Belgía á þriðjudag. Það verður alls ekki auðveldara verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner