Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. september 2020 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maggi Gylfa aðalmaðurinn í stúkunni: Stýrði íslenska landsliðinu
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Magnús Gylfason.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Magnús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru engir áhorfendur á Laugardalsvelli í dag vegna kórónuveirufaraldursins.

Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar karla, sá um að halda uppi stuðinu í stúkunni í fjarveru stuðningsmanna og var hann duglegur að kalla liðið áfram.

„Hann var frábær," sagði Magnús Már Einarsson um nafna sinn í Innkastinu.

„Sérstaklega fyrsta hálftímann, þá rifjaði hann upp gamla takta sem þjálfari. Hann stýrði íslenska landsliðinu, kallaði menn hingað og þangað og stýrði gangi mála inn á vellinum. Hann gerði það vel."

„Þó hann hafi verið upp í heiðursstúku og 40 metrar niður á völl þá heyrðu leikmennirnir alveg hvað hann var að segja," sagði Magnús og Tómas Þór Þórðarson tók undir það.

„Þó það hefðu verið 400 metrar niður á völl þá hefði það ekki skipt neinu máli," sagði Tómas.

„Ég vil meina að ein af ástæðunum fyrir bestu frammistöðu Gulla (Guðlaugs Victors) á hans landsliðsferli hafi einmitt verið Maggi Gylfa. Hann var með mann upp í stúku sem var á hans bandi. Maggi klikkar ekki," sagði Tómas.

„Þetta var líka svo áreynslulaust hjá honum. Hann var ekki öskrandi, hann talaði bara hátt og það heyrðist um allan völl," sagði Elvar Geir Magnússon.

Innkastið má í heild sinni hlusta á hér að neðan.
Innkastið - Tapað fyrir Englandi á vítapunktinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner