Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2020 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Leó í Blackpool (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson hefur yfirgefið herbúðir Álasunds í Noregi og samið við Blackpool í Englandi.

Daníel Leó skrifar undir tveggja ára samning hjá Blackpool, sem er í C-deild á Englandi.

Hinn 25 ára gamli Daníel Leó hefur spilað með Álasundi frá 2015 og gert frábæra hluti fyrir félagið, en núna tekur hann sitt næsta skref á ferlinum. Næsta skref hans verður tekið í hörkunni á Englandi.

Daníel Leó er miðvörður sem er uppalinn í Grindavík. Hann á einn A-landsleik að baki.

Hann er annar íslenski leikmaðurinn sem yfirgefur Álasund í dag. Hólmbert Aron Friðjónsson fór til Brescia á Ítalíu. Davíð Kristján Ólafsson er núna eini Íslendingurinn sem eftir er hjá Álasundi, botnliði norsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner