Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 05. október 2024 19:34
Sölvi Haraldsson
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Kvenaboltinn
Telma fagnar eftir leik.
Telma fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Ég er í smá sjokki, ég trúi því ekki að þetta hafi gerst. En mér líður fáranlega vel og hef aldrei liðið betur.“ sagði Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, sem varð Íslandsmeistari í dag eftir 0-0 jafntefli við Val.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Þetta gæti ekki verið betra. Eftir alla vinnuna sem við höfum lagt í þetta mót og hvað við höfum staðið okkur vel í allt sumar, við höfum tapað tveimur leikjum í allt sumar og höfum ekki tapað á heimavelli í allt sumar. Eftir alla vinnuna er þetta mjög ljúft.

Hvernig leið Telmu að spila í dag í svona stórleik?

Mér leið mjög vel. Ég hafði bullandi trú á stelpunum allan tíman. Auðvitað er maður alltaf stressaður fyrir svona úrslitaleiki en allt er undir og þér langar ekkert meira en að landa þessum Íslandsmeistaratitli. En ég hafði aldrei áhyggjur af þessu þannig séð. Það voru lítið opin færi í dag sem kemur ekki á óvart. En við sinntum varnarvinnunni vel og tókum bikarinn heim.

Fanndís, leikmaður Vals, fékk dauðafæri alveg í restina en hvað hugsaði Telma í færinu?

Ég var að vona að hún myndi negla yfir skýlið og í götuna hérna fyrir aftan. En sem betur fer fyrir okkur hitti hún ekki á rammann. Fanndís er gífurlega góður leikmaður og hefði klárað þetta færi í 9 af hverjum 10 skiptum. Ég er þakklát að þetta hafi farið framhjá.

Hvað tekur við í kvöld?

Það er lokahóf í kvöld og þessu verður fagnað vel þar og væntanlega í alla nót ef ég þekki okkur rétt.

Viðtalið við Telmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir