Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   lau 05. október 2024 19:34
Sölvi Haraldsson
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Telma fagnar eftir leik.
Telma fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Ég er í smá sjokki, ég trúi því ekki að þetta hafi gerst. En mér líður fáranlega vel og hef aldrei liðið betur.“ sagði Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, sem varð Íslandsmeistari í dag eftir 0-0 jafntefli við Val.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Þetta gæti ekki verið betra. Eftir alla vinnuna sem við höfum lagt í þetta mót og hvað við höfum staðið okkur vel í allt sumar, við höfum tapað tveimur leikjum í allt sumar og höfum ekki tapað á heimavelli í allt sumar. Eftir alla vinnuna er þetta mjög ljúft.

Hvernig leið Telmu að spila í dag í svona stórleik?

Mér leið mjög vel. Ég hafði bullandi trú á stelpunum allan tíman. Auðvitað er maður alltaf stressaður fyrir svona úrslitaleiki en allt er undir og þér langar ekkert meira en að landa þessum Íslandsmeistaratitli. En ég hafði aldrei áhyggjur af þessu þannig séð. Það voru lítið opin færi í dag sem kemur ekki á óvart. En við sinntum varnarvinnunni vel og tókum bikarinn heim.

Fanndís, leikmaður Vals, fékk dauðafæri alveg í restina en hvað hugsaði Telma í færinu?

Ég var að vona að hún myndi negla yfir skýlið og í götuna hérna fyrir aftan. En sem betur fer fyrir okkur hitti hún ekki á rammann. Fanndís er gífurlega góður leikmaður og hefði klárað þetta færi í 9 af hverjum 10 skiptum. Ég er þakklát að þetta hafi farið framhjá.

Hvað tekur við í kvöld?

Það er lokahóf í kvöld og þessu verður fagnað vel þar og væntanlega í alla nót ef ég þekki okkur rétt.

Viðtalið við Telmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner