Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
banner
   lau 05. október 2024 19:34
Sölvi Haraldsson
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Telma fagnar eftir leik.
Telma fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Ég er í smá sjokki, ég trúi því ekki að þetta hafi gerst. En mér líður fáranlega vel og hef aldrei liðið betur.“ sagði Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, sem varð Íslandsmeistari í dag eftir 0-0 jafntefli við Val.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Þetta gæti ekki verið betra. Eftir alla vinnuna sem við höfum lagt í þetta mót og hvað við höfum staðið okkur vel í allt sumar, við höfum tapað tveimur leikjum í allt sumar og höfum ekki tapað á heimavelli í allt sumar. Eftir alla vinnuna er þetta mjög ljúft.

Hvernig leið Telmu að spila í dag í svona stórleik?

Mér leið mjög vel. Ég hafði bullandi trú á stelpunum allan tíman. Auðvitað er maður alltaf stressaður fyrir svona úrslitaleiki en allt er undir og þér langar ekkert meira en að landa þessum Íslandsmeistaratitli. En ég hafði aldrei áhyggjur af þessu þannig séð. Það voru lítið opin færi í dag sem kemur ekki á óvart. En við sinntum varnarvinnunni vel og tókum bikarinn heim.

Fanndís, leikmaður Vals, fékk dauðafæri alveg í restina en hvað hugsaði Telma í færinu?

Ég var að vona að hún myndi negla yfir skýlið og í götuna hérna fyrir aftan. En sem betur fer fyrir okkur hitti hún ekki á rammann. Fanndís er gífurlega góður leikmaður og hefði klárað þetta færi í 9 af hverjum 10 skiptum. Ég er þakklát að þetta hafi farið framhjá.

Hvað tekur við í kvöld?

Það er lokahóf í kvöld og þessu verður fagnað vel þar og væntanlega í alla nót ef ég þekki okkur rétt.

Viðtalið við Telmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner