Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Slot hefur ekki rætt við Salah um nýjan samning
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Arne Slot þjálfari Liverpool var spurður út í ummæli sem Mohamed Salah lét falla á samfélagsmiðlum um helgina.

Sjá einnig: Salah: Mun aldrei gleyma hvernig er að skora á Anfield

Salah rennur út á samningi eftir tímabilið og óttast stór hluti stuðningsfólks Liverpool að missa hann til Sádi-Arabíu næsta sumar.

„Þið kannski lesið öðruvísi í þetta heldur en aðrir. Ég skoða ekki færslur sem leikmenn birta á Instagram, ég ræði við þá persónulega til að skilja hvernig málin standa. Mo er á mjög góðum stað þessa stundina," sagði Slot á fréttamannafundi í gær, fyrir stórleik Liverpool gegn Bayer Leverkusen í kvöld.

„Hann má birta færslur eftir leikinn á morgun og næstu helgi, mér er alveg sama. Eina sem skiptir mig máli eru samtölin á milli mín og leikmanna. Mér er alveg sama hvernig þið túlkið einhverjar færslur frá leikmönnum á samfélagsmiðlum.

„Mo verður samningslaus eftir tímabilið og ég hef ekki rætt við hann um það. Sama á við um Virgil (Van Dijk). Ég veit að fjölmiðlaumræðan mun halda áfram á meðan þeir eru að renna út á samningi, en í millitíðinni skiptir höfuðmáli að þeir standi sig vel á vellinum."


Salah er 32 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður í liði Liverpool síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmlega sjö árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner