Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 05. desember 2019 23:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís Jane lánuð í Breiðablik (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Breiðablik
Í kvöld greindi Breiðablik frá því að Sveindís Jane Jónsdóttir hefði gengið í raðir félagsins.

Hún kemur á láni frá Keflavík og mun leika með Breiðablik á næsta tímabili.

Sveindís er aðeins átján ára gömul. Hún átti frábært tímabil í sumar með Keflavík, skoraði sjö mörk í Pepsi Max-deildinni auk þess að leggja upp fjölmörg til viðbótar.

Keflavík leikur í Inkasso deild kvenna á komandi tímabili. Breiðablik endaði í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

„Blikar eru hæstánægðir að fá Sveindísi í Kópavoginn, enda hér á ferðinni frábær leikmaður sem mörg félög vildu fá til sín. Við hlökkum til að sjá hana í græna búningnum í sumar," segir í færslu frá Breiðablik á Facebook.


Athugasemdir
banner