Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 05. desember 2023 10:32
Elvar Geir Magnússon
Fórnarlamb eigin velgengni
Paul Heckingbottom stjóri Sheffield United er fórnarlamb eigin velgengni. Þetta segir sparkspekingurinn Chris Sutton.

Í dag mun Sheffield United líklega tilkynna um brottrekstur Heckingbottom. Búist er við því að Chris Wilder, fyrrum stjóri félagsins, taki aftur við stjórnartaumunum.

Sheffield United er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig.

„Ég hef mikla samúð með Paul Heckingbottom. Hvaða möguleika hafði hann? Er einhver hissa á að Sheffield United sé á botninum? Við héldum allir að þeir yrðu þarna,“ segir Sutton.

Undir stjórn Heckingbottom endaði Sheffield United í öðru sæti Championship-deildarinnar á síðasta tímabili.

„Hann náði óvæntum árangri með liðið í Championship-deildinni og það endaði ofar en búist var við. Hefði liðið komist í umspilið en tapað þar þá væri hann enn með starfið. Ég finn til með honum. Þegar þeir falla, og þeir munu falla, þá væru þeir í góðum höndum með hann í Championship."

Sutton segir að brottreksturinn sé þó viðbúinn, liðið tapaði 5-0 fyrir Burnley um liðna helgi og þar á undan tapaði liðið gegn Bournemouth.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner