Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 05. desember 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
„Mín tilfinning að við munum vinna deildina“
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City hafa gert þrjú jafntefli í röð en þeir mæta Aston Villa annað kvöld. Pep Guardiola stjóri Manchester City ræddi um stöðuna á fréttamannafundi í dag.

„Ég hef lært það að ef maður vill vinna eitthvað þá verður maður að gera miklu betur en andstæðingarnir. Ég hef þá tilfinningu núna að við munum vinna deildina, ef við spilum eins og við gerðum gegn Liverpool og Tottenham þá munum við vinna hana aftur,“ segir Guardiola.

„Fólk efast kannski eftir þrjú jafntefli en við munum gera það aftur. Við vitum að það er ekki auðvelt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, ekkert lið hefur gert það ennþá. En ef þú spyrð út í hvað ég held, þá held ég að við gerum það."

„Það er erfitt að fá á sig tvö, þrjú eða fjögur mörk í hverjum leik. Við erum að fá of mörg mörk á okkur og það má ekki ganga þannig lengur. En á sama tíma erum við ekki að tapa mörgum leikjum og það eru jákvæð merki."

John Stones er klár í slaginn fyrir leikinn á morgun og mögulegt að hann fari inn á miðsvæðið í stað Rodri sem tekur út leikbann. Vængmaðurinn Jeremy Doku er tæpur fyrir leikinn en tekin verður ákvörðun um hann eftir æfingu í dag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner