Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fim 05. desember 2024 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva: Iwobi var stórkostlegur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Marco Silva þjálfari Fulham var kátur eftir 3-1 sigur á heimavelli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fulham er komið upp í sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri þar sem liðið er aðeins einu stigi á eftir Brighton.

Alex Iwobi var hetja Fulham í dag þar sem hann skoraði tvö mörk og skapaði hitt með góðri hornspyrnu.

„Þetta voru mikilvæg stig fyrir okkur í erfiðum leik. Við byrjuðum vel og tókum forystuna snemma leiks en Brighton gerði okkur mjög erfitt fyrir. Þeir voru sterkir í fyrri hálfleik en við vorum svo betri í seinni hálfleik," sagði Silva eftir sigurinn.

„Þeir gerðu okkur erfitt fyrir með þriggja manna varnarlínu en að lokum fundum við leiðir framhjá þeim og skópum mikilvægan og erfiðan sigur. Alex Iwobi var stórkostlegur í kvöld."

Kantmaðurinn Reiss Nelson byrjaði leikinn og ætlaði Silva að skipta honum af velli en boltinn fór ekki úr leik. Boltinn barst til Nelson sem var að spretta framhjá varnarmönnum Brighton þegar hann meiddist og þurfti að fara af velli.

„Þarna munaði 20 sekúndum að við hefðum komið í veg fyrir þessi meiðsli. Við vitum ekki hversu lengi hann verður frá en þetta er óheppilegt fyrir okkur. Við höfum ekki sama pening til umráða og önnur félög í kringum okkur á stöðutöflunni."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner