29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 06. febrúar 2015 06:30
Elvar Geir Magnússon
Binni Hlö: Veljum aðra sundlaug núna
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Brynjar Hlöðversson, miðjumaður Leiknis, kom sterkur inn af bekknum í sínum fyrsta leik eftir að hafa farið í aðgerð vegna kviðslits þegar Breiðholtsliðið vann KR í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gær.

Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við Brynjar eftir leikinn en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma. Brynjar þurfti ekki að taka víti í vítaspyrnukeppninni.

„Ég var vítaspyrna númer sex en ég tók síðast víti í sjöunda flokki minnir mig. Það voru ýmsar hugsanir sem flugu í gegnum hausinn en sem betur fer kláruðu þeir þetta," sagði Brynjar eftir leik.

Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudag.

„Við unnum þá í riðlinum og getum unnið þá aftur. Ég hlakka til að mæta þeim. Við förum svo beinustu leið í sund en veljum kannski aðra sundlaug núna, ég held að Breiðholtslaugin verði vöktuð."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner