Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. febrúar 2021 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Belotti heiðarleikinn uppmálaður
Andrea Belotti.
Andrea Belotti.
Mynd: Getty Images
Andrea Belotti, sóknarmaður Torino, sýndi mikinn heiðarleika í leik gegn Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Belotti var á skotskónum þegar Torino kom til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Leikurinn endaði 3-3.

Í stöðunni 3-0 fyrir Atalanta féll Belotti í jörðina rétt fyrir utan vítateiginn. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu en Belotti var ekki sammála dómnum.

Hann ræddi við dómarann og bað hann um að spjalda ekki Christian Romero, varnarmann Atalanta. Belotti tók svo aukaspyrnuna og gaf Atalanta boltann aftur.

Athyglisvert en hér að neðan má sjá myndband af þessu.

fair play Belotti from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner