Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   lau 06. mars 2021 16:53
Aksentije Milisic
England: Loksins kom sigur hjá Southampton
Sheffield Utd 0 - 2 Southampton
0-1 James Ward-Prowse ('32 , víti)
0-2 Che Adams ('49)

Annar leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Sheffield United og Southampton.

Fyrir leikinn í dag á Bramall Lane höfðu gestirnir frá Southampton ekki unnið í síðustu níu deildarleikjum. Átta af þeim höfðu tapast og eitt jafnteflið litið dagsins ljós.

Það breyttist í dag og vann liðið nokkuð þægilegan sigur á botnliði Sheffield. Gestirnir byrjuðu betur í dag og áttu nokkra ágætis sénsa. Á 32. mínútu var hins vegar brotið á Nathan Tella og vítaspyrna réttilega dæmd.

Á punktinn steig fyrirliðinn sjálfur James Ward-Prowse og skoraði hann af miklu öryggi. Southampton hóf síðari hálfleikinn af krafti og á 49. mínútu skoraði Che Adams glæsilegt mark. Hann þrumaði þá knettinum upp í nær hornið eftir að Stuart Armstrong lagði boltann á hann með brjóstkassanum.

Sheffield reyndi hvað það gat til að koma sér inn í leikinn en það gekk ekki eftir. Takumi Minamino fékk dauðafæri til að skora þriðja mark Southampton en skotið hans fór rétt framhjá markinu.

Lokatölur 0-2 og langþráður sigur Southampton í höfn. Slæmu fréttirnar fyrir þá eru þær að Danny Ings þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla.

Liðið er núna í fjórtánda sæti deildarinnar, tíu stigum frá falli. Sheffield situr sem fyrr á botni deildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner