Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 06. mars 2024 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Axel Óskar verður leikmaður KR
Axel Óskar Andrésson
Axel Óskar Andrésson
Mynd: Instagram
Miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson er að ganga í raðir KR og verður kynntur á næstu dögum en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Axel Óskar er 26 ára gamall Mosfellingur sem steig sín fyrstu skref með Aftureldingu.

Hann spilaði átta leiki í 2. deildinni 2014 áður en hann var seldur til Reading á Englandi.

Á fimm árum hans hjá Reading fór hann þrisvar á lán til Bath City, Torquay United og síðan Viking í Noregi, en hann fékk varanleg félagaskipti til Noregs eftir gott tímabil þar.

EInnig hefur hann spilað fyrir Riga í Lettlandi og nú síðast Örebro í sænsku B-deildinni, en hann rifti samningi sínum á dögunum og því frjálst að semja við önnur félög.

Eins og kom fram í útvarpsþætti Fótbolta,net um helgina þá fundaði Axel með KR og svo virðist sem sá fundur hafi gengið gríðarlega vel.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Axel að ganga frá viðræðum við KR og verður það tilkynnt á næstu dögum.

KR-ingar hafa verið duglegir við að styrkja hópinn á undirbúningstímabilinu. Alex Þór Hauksson, Aron Sigurðarson, Guy Smit, Sam Blair og Hrafn Guðmundsson komu allir til félagsins eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner