Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   sun 03. mars 2024 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Óskar fundaði með KR - Fleiri íslensk félög hringt
Mynd: Instagram
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var greint frá því að Axel Óskar Andrésson hefði fundað með KR. Varnarmaðurinn er ekki genginn í raðir félagsins en samkvæmt heimildum eru ágætis líkur á því að það gerist.

Fleiri íslensk félög hafa heyrt í Axel en hann virðist spenntastur fyrir KR af þeim íslensku félögum sem hafa haft samband. Stjarnan er samkvæmt heimildum Fótbolta.net eitt af félögunum sem hefur hlerað Axel.

Axel er frjálst að semja við hvaða félag sem er þar sem hann rifti samningi sínum við sænska félagið Örebro í janúar. Hann hefur hafnað tilboðum erlendis frá, en þó er ekki útilokað að hann haldi áfram með sinn atvinnumanna feril erlendis.

Hann var í janúar strax orðaður við KR og hafði þetta að segja þá:

„Aldrei segja aldrei. Það hefur komið upp áhugi frá Íslandi."

Axel er stór og stæðilegur miðvörður sem alinn er upp hjá Aftureldingu og svo Reading á Englandi. Hann er örvfættur, 26 ára og hefur undanfarin ár leikið með Viking í Noregi, Riga í Lettlandi og síðast Örebro í sænsku B-deildinni.

KR er með miðverðina Finn Tómas Pálmason, Birgi Stein Styrmisson og Lúkas Magna Magnason í sínum röðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner