Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Magðalena Ólafsdóttir (Þór/KA)
Magðalena til hægri. Viðtal er þema svara hennar.
Magðalena til hægri. Viðtal er þema svara hennar.
Mynd: Þór TV
Christopher Harrington.
Christopher Harrington.
Mynd: Thorsport.is
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Björg Hannesdóttir
Hulda Björg Hannesdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magðalena Ólafsdóttir á að baki tvo leiki með Þór/KA og 30 fyrir Hamrana. Magðalena hélt til Skotlands og lék þar nokkra leiki í vetur.

Nánar verður farið yfir tímann í Skotlandi á komandi dögum en í dag sýnir Magðalena á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Magðalena Ólafsdóttir

Gælunafn: Magða

Aldur: 19

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16 ára með Hömrunum í Inkasso

Uppáhalds drykkur: Ripped

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island

Uppáhalds tónlistarmaður: Ed sheeran

Fyndnasti Íslendingurinn: Pabbi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, lakkrískurl og daim

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: verification code inn á Rakning appið, stay safe 😉

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: loka engum hurðum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Murielle leikmaður Tindastóls

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Christopher Harrington (Gitzy)

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: erfitt að mæta Hildi Antons

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistarar 2019 með 2.fl Þórs/Ka

Mestu vonbrigðin: Tapaði bikarúrslitaleik árið 2018 og á sama dag varð litla systir mín íslandsmeistari… það var frekar erfitt að koma heim þann dag

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Karólínu Leu

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Guðrún Þóra leikmaður Völsungs

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Rúrik

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Lilja Björg

Uppáhalds staður á Íslandi: Klárlega Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að spila með KA á Pæjumótinu á Siglufirði sirka 10 ára gömul. Þegar núverandi liðsfélaginn minn, Hulda Björg, nelgdi boltanum í andlitið á mér, ég fór útaf hágrenjandi með fossandi blóðnasir og þá var ég tekin í sjónvarpsviðtal og fyrsta spurningin var „var þetta vont?“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Horfi á þátt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: efnafræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég spilaði í Skotlandi var ég tekin í sjónvarpsviðtal fyrsta daginn minn og spurð út í skoska matarmenningu

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Snædísi Ósk, Örnu Sól og Huldu Karen

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Kaupi alla mína takkaskó í barnadeildinni er með svo litlar fætur

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Billie Simpson, algjör trukkur en ótrúlega feimin

Hverju laugstu síðast:

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vinna 8-4 á leikskóla svo út að hlaupa eða gera heimaæfingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner