Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fös 06. maí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Atletico mætir Real
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það eru aðeins fjórar umferðir eftir af spænska deildartímabilinu og er Real Madrid búið að tryggja sér Spánarmeistaratitilinn. Atletico Madrid, meistararnir frá því í fyrra, gætu misst af Meistaradeildarsæti.


Real og Atletico mætast í nágrannaslag á sunnudaginn þar sem gestirnir frá Real munu freista þess að skemma fyrir fjandliði sínu. Atletico er í fjórða sæti sem stendur, þremur stigum fyrir ofan Real Betis sem tekur á móti Barcelona annað kvöld.

Helgin hefst þó í kvöld þegar Real Sociedad getur hoppað yfir Betis og komið sér í fimmta sæti deildarinnar með sigri gegn botnliði Levante. Í hádeginu á morgun er svo fallbaráttuslagur í Mallorca sem fær Granada í heimsókn en aðeins eitt stig skilur liðin að.

Fallbaráttulið Alaves og Cadiz þurfa svo sigra gegn Celta Vigo og Elche á meðan Getafe getur svo gott sem bjargað sér frá fallbaráttunni með sigri gegn Rayo Vallecano.

Á sunnudaginn mætast Villarreal og Sevilla í hörku Evrópuslag fyrir stórleik kvöldsins, fyrrnefndan grannaslag í Madríd.

Föstudagur:
19:00 Levante - Real Sociedad

Laugardagur:
12:00 Mallorca - Granada CF
14:15 Athletic - Valencia
16:30 Celta - Alaves
16:30 Cadiz - Elche
19:00 Betis - Barcelona

Sunnudagur:
12:00 Getafe - Vallecano
14:15 Villarreal - Sevilla
16:30 Espanyol - Osasuna
19:00 Atletico Madrid - Real Madrid


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
9 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner