Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 06. maí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Freiburg vill Meistaradeildina
Mynd: EPA

Næstsíðasta umferð þýska deildartímabilsins fer fram um helgina og hefst strax í kvöld þegar Arminia Bielefeld þarf sigur í fallbaráttunni.


Arminia heimsækir nýliða Bochum sem eru með öruggt sæti í deildinni á næstu leiktíð. Sigur myndi fleyta liðinu uppfyrir Stuttgart og í umspilssæti sem gefur þátttökurétt í umspilsleik við þriðja sæti B-deildarinnar um síðasta lausa sætið í efstu deild. 

Stuttgart mætir ekki til leiks fyrr en á sunnudaginn og þá gegn FC Bayern sem er búið að vinna sinn tíunda Þýskalandsmeistaratitil í röð.

Þá er enn hörð barátta um hin ýmsu Evrópusæti. Union Berlin er aðeins einu stigi frá Köln í Evrópusæti en á erfiðan útileik gegn Freiburg á morgun. Freiburg er í fjórða sæti sem stendur, einu stigi fyrir ofan Leipzig, og stefnir á að taka þátt í Meistaradeildinni í haust. Köln tekur á móti Wolfsburg og þarf sigur þar í Evrópubaráttunni hörðu.

Leipzig, sem tapaði óvænt undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Rangers í gær, tekur á móti Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg sem eru svo gott sem búnir að bjarga sér frá falli. Sá leikur fer fram á sunnudaginn.

Að lokum nægir Hertha Berlin að sigra gegn Mainz til að bjarga sér frá falli.

Föstudagur:
18:30 Bochum - Arminia Bielefeld

Laugardagur:
13:30 Freiburg - Union Berlin
13:30 Hoffenheim - Leverkusen
13:30 Köln - Wolfsburg
13:30 Greuther Furth - Dortmund
16:30 Hertha - Mainz

Sunnudagur:
13:30 Eintracht Frankfurt - Gladbach
15:30 Bayern - Stuttgart
17:30 RB Leipzig - Augsburg


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
5 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
6 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
7 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
8 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
9 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
10 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
11 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
12 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
13 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner
banner