Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Todor Hristov: Við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild
Kvenaboltinn
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjakonur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna nú í kvöld. 

Bæði lið hafa sigið í lægri helming töflunnar og mátti því búast við hörku rimmu milli liðana.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég get alveg sagt að þetta sé mikilvægt stig þó svo að mig langaði að vinna þennan leik og við áttum kannski skilið að vinna leikinn og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn en mér fannst jafnteflið líka bara sanngjörn úrslit." Sagði Todor Hristov þjálfari ÍBV eftir leikinn.

„Mér fannst við alveg geta unnið leikinn en ég held að á útivelli hjá Keflavík sé ekki staðurinn sem að við getum sagt að við séum búnar að tapa tveim stigum, við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild svo það er erfitt að segja og eitt stig er bara sanngjarnt."

„Við vorum aðalega óheppnar með fyrri hálfleikinn, það var einusinni einn á einn og einusinni stöngin eða svona tveim metrum frá en svo í seinni hálfleik þá gátum við ekki alveg nýtt þessar skyndisóknir sem við vildum nýta aðeins betur."

ÍBV hefur ekki skorað mörg mörk í upphafi móts en Todor er ekki áhyggjufullur yfir því.

„Nei, maður getur haft sína skoðun og maður getur líka horft aðeins hinumeginn - hvað ertu búin að fá mikið? Við erum búnar að keppa á móti 5-6 geggjuðum liðum og líka á útivelli á móti Stjörnunni og Val þannig að bæði og en við erum með góðan balance."

Nánar er rætt við Todor Hristov þjálfara ÍBV í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner