Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Todor Hristov: Við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild
Kvenaboltinn
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjakonur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna nú í kvöld. 

Bæði lið hafa sigið í lægri helming töflunnar og mátti því búast við hörku rimmu milli liðana.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég get alveg sagt að þetta sé mikilvægt stig þó svo að mig langaði að vinna þennan leik og við áttum kannski skilið að vinna leikinn og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn en mér fannst jafnteflið líka bara sanngjörn úrslit." Sagði Todor Hristov þjálfari ÍBV eftir leikinn.

„Mér fannst við alveg geta unnið leikinn en ég held að á útivelli hjá Keflavík sé ekki staðurinn sem að við getum sagt að við séum búnar að tapa tveim stigum, við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild svo það er erfitt að segja og eitt stig er bara sanngjarnt."

„Við vorum aðalega óheppnar með fyrri hálfleikinn, það var einusinni einn á einn og einusinni stöngin eða svona tveim metrum frá en svo í seinni hálfleik þá gátum við ekki alveg nýtt þessar skyndisóknir sem við vildum nýta aðeins betur."

ÍBV hefur ekki skorað mörg mörk í upphafi móts en Todor er ekki áhyggjufullur yfir því.

„Nei, maður getur haft sína skoðun og maður getur líka horft aðeins hinumeginn - hvað ertu búin að fá mikið? Við erum búnar að keppa á móti 5-6 geggjuðum liðum og líka á útivelli á móti Stjörnunni og Val þannig að bæði og en við erum með góðan balance."

Nánar er rætt við Todor Hristov þjálfara ÍBV í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner