Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Todor Hristov: Við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild
Kvenaboltinn
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjakonur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna nú í kvöld. 

Bæði lið hafa sigið í lægri helming töflunnar og mátti því búast við hörku rimmu milli liðana.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég get alveg sagt að þetta sé mikilvægt stig þó svo að mig langaði að vinna þennan leik og við áttum kannski skilið að vinna leikinn og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn en mér fannst jafnteflið líka bara sanngjörn úrslit." Sagði Todor Hristov þjálfari ÍBV eftir leikinn.

„Mér fannst við alveg geta unnið leikinn en ég held að á útivelli hjá Keflavík sé ekki staðurinn sem að við getum sagt að við séum búnar að tapa tveim stigum, við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild svo það er erfitt að segja og eitt stig er bara sanngjarnt."

„Við vorum aðalega óheppnar með fyrri hálfleikinn, það var einusinni einn á einn og einusinni stöngin eða svona tveim metrum frá en svo í seinni hálfleik þá gátum við ekki alveg nýtt þessar skyndisóknir sem við vildum nýta aðeins betur."

ÍBV hefur ekki skorað mörg mörk í upphafi móts en Todor er ekki áhyggjufullur yfir því.

„Nei, maður getur haft sína skoðun og maður getur líka horft aðeins hinumeginn - hvað ertu búin að fá mikið? Við erum búnar að keppa á móti 5-6 geggjuðum liðum og líka á útivelli á móti Stjörnunni og Val þannig að bæði og en við erum með góðan balance."

Nánar er rætt við Todor Hristov þjálfara ÍBV í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner