Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Todor Hristov: Við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjakonur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna nú í kvöld. 

Bæði lið hafa sigið í lægri helming töflunnar og mátti því búast við hörku rimmu milli liðana.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég get alveg sagt að þetta sé mikilvægt stig þó svo að mig langaði að vinna þennan leik og við áttum kannski skilið að vinna leikinn og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn en mér fannst jafnteflið líka bara sanngjörn úrslit." Sagði Todor Hristov þjálfari ÍBV eftir leikinn.

„Mér fannst við alveg geta unnið leikinn en ég held að á útivelli hjá Keflavík sé ekki staðurinn sem að við getum sagt að við séum búnar að tapa tveim stigum, við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild svo það er erfitt að segja og eitt stig er bara sanngjarnt."

„Við vorum aðalega óheppnar með fyrri hálfleikinn, það var einusinni einn á einn og einusinni stöngin eða svona tveim metrum frá en svo í seinni hálfleik þá gátum við ekki alveg nýtt þessar skyndisóknir sem við vildum nýta aðeins betur."

ÍBV hefur ekki skorað mörg mörk í upphafi móts en Todor er ekki áhyggjufullur yfir því.

„Nei, maður getur haft sína skoðun og maður getur líka horft aðeins hinumeginn - hvað ertu búin að fá mikið? Við erum búnar að keppa á móti 5-6 geggjuðum liðum og líka á útivelli á móti Stjörnunni og Val þannig að bæði og en við erum með góðan balance."

Nánar er rætt við Todor Hristov þjálfara ÍBV í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner