Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd, Chelsea og Arsenal öll í viðræðum við Leizpig
Mynd: EPA
Sky Sports fjallar um það í dag að Manchester United, Chelsea og Arsenal hafa öll sent fyrirspurnir til RB Leipzig varðandi framherjinn Benjamin Sesko.

Sesko hefur mest verið orðaður við Arsenal að undanförnu en fleiri félög eru greinilega með augastað á kappanum.

„Við getum staðfest að það eru komnar fyrirspurnr frá þessum þremur félögum og viðræður við alla aðila eru farnar í gang," segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.

„Við höfum heyrt að það sé engin lokaákvörðun komin hjá leikmanninum og hans fólki á þessu stigi. Það er riftunarákvæði, 65 milljónir evra og leikmaðurinn er að skoða hvað sé best fyrir sig."

„Leipzig er að gera allt til að reyna sannfæra hann um að vera áfram."

„Sesko er með fulla einbeitingu á EM. Við búumst við því að það verði tekin ákvörðun á næstu 2-3 vikum eða eftir EM."


Sesko er 21 árs slóvenskur framherji sem kom til Leipzig frá Salzburg í fyrra. Hann skoraði 18 mörk fyrir Leipzig í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner